Það er alltaf eitthvað bras sem fylgir því að vera virkur meðlimur í leikfélagi. Í dag er unnið að því að flytja leikmynd og ljós fyrir leikritið Maður í mislitum sokkum úr félagsheimilinu á Hólmavík í Sævang, tæma sviðið þar og rogast með ísbirni sem þar stóðu í öruggt skjól og byrja síðan að setja sviðsmyndina upp. Fólk er þegar mætt í Sævang og í hádeginu stendur til að fleiri mæti í félagsheimilið og beri góssið út. Öll velkomin sem vilja hjálpa í Sævangi næstu klukkustundirnar 😉 lofum skemmtilegum félagsskap, kaffi og með því.