January 17, 2025

Halti-Billi ¤ 2018

Leikritið Halti-Billi gerist á eyju úti fyrir Írlandi, árið 1934 og er hálfgert gamandrama, alvarlegur undirtónn, en fullt af kolsvörtum húmor. Leikarahópurinn samanstóð af þaulreyndum áhugaleikurum og nýliðum í faginu og hópurinn var býsna jafngóður að þessu sinni sem er mikilvægt. Bak við tjöldin tóku svo að venju margir aðrir þátt og tryggðu að sýningin yrði að veruleika.

Martin McDonagh er margverðlaunaður handritshöfundur og leikstjóri, maðurinn á bak við kvikmyndirnar In Bruges, Seven Phychopaths og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. McDonagh hefur hlotið ein Óskarsverðlaun og fjórar tilnefningar, Golden Globe verðlaun og fjölda BAFTA verðlauna. Hann er þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Tekst á við erfið og átakanleg málefni í verkum sínum og notar til þess sterkar persónur sem oft hafa óviðeigandi skoðanir, ljótan talanda og tilhneigingu til að beita ofbeldi. Allt þetta gerir hann með því að beita húmor af einstakri lagni.

Halti Billi gerist á Írlandi, eins og flest verka McDonagh. Sagan á sér stað á Miðey sem er ein af Araneyjum, einmitt þegar tökulið frá Hollywood er við störf á nærliggjandi eyju. Viðburður sem þessi hefur vissulega mikil áhrif á smábæjarlífið og margir sjá fyrir sér að nú sé tækifærið til að flýja fátækt, slúður og almenn leiðindi. Billi er þar engin undantekning en þó er hann bæði munaðarlaus og fatlaður og því ekki beint það sem Hollywood leitar að, eða hvað?

Leikverkið er því frábær spegill á smábæjarlífið og fámennið sem við könnumst vel við. Sýningin var ekki við hæfi ungra barna.

Höfundur og leikstjóri:

Höfundur: Martin Donaugh

Leikstjóri: Skúli Gautason

Persónur og leikendur:

JonnipittimikkiJón Jónsson

Á bak við tjöldin

Sýningar (9)

Frumsýning 2. apr. 2018 kl. 14:00 – Bragganum á Hólmavík
2. sýning 2. apr. 2018, kl 20:00 – Bragganum á Hólmavík
3. sýning 15 apríl, sun. kl. 14:00 – Bragganum á Hólmavík
4. sýning 18. apríl, mið. kl. 20:00 – Bragganum á Hólmavík
5. sýning 28. apríl, lau. kl. 20:00 – Félagsheimilinu Þingeyri
6. sýning 29. apríl 2018, sun, Skjaldborgarbíó á Patreksfirði
7. sýning 23. júní 2018 – Dalabúð í Búðardal
8. sýning 24. júní 2018 – Árnesi í Trékyllisvík
9. sýning 3. júlí 2018 – Gamla Kaupfélagið Akranesi (á Írskum dögum)

Miðaverð var 3.000.-