Á þrjátíu ára afmæli Leikfélags Hólmavíkur lögðust menn í miklar vangaveltur um hvaða leikrit skyldi æfa. Niðurstaðan var að það væri vel við hæfi að æfa trylltan gamanleik á afmælisárinu og fara með hann í dálitla leikferð. Farsinn Með táning í tölvunni varð fyrir valinu og Arnar S. Jónsson sem á þessum tíma var orðinn vanastur allra í hópi heimamanna við leikstjórn var ráðinn leikstjóri.
Höfundur: Ray Cooney
Leikstjóri: Arnar S. Jónsson
Persónur og leikarar:
Hvíslari:
Lýsing:
Sviðsmynd:
Leikmunir og búningar:
Förðun:
Leikskrá:
Sýningar (9):
Miðvikudaginn 20. apríl 2011, kl 20:00 – Frumsýning, Félagsheimilinu á Hólmavík
Fimmtudaginn 21. apríl 2011, kl. 20:00 – 2. sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík
Sunnudaginn 24. apríl 2011, kl. 20:00 – 3. sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík
Laugardaginn 7. maí 2011, kl. 20:00 – 4. sýning, Félagheimilinu á Hólmavík
Laugardaginn 21. maí 2011, kl. 20:00 – 5. sýning Félagsheimilinu á Hólmavík
Fimmtudaginn 2. júní 2011 – 6. sýning, Félagsheimilinu á Patreksfirði
Föstudaginn 3. júní 2011 – 7. sýning, Félagsheimilinu á Þingeyri
Laugardaginn 4. júní 2011 – 8. sýning, Félagsheimilinu í Bolungarvík
Fimmtudaginn 16. júní 2011 – Lokasýning, Árnesi í Trékyllisvík