January 17, 2025

Leikferðir

Allt í grænum sjó – Fyllingarbíllinn flutti hópinn í nokkrar ferðir!
– ljósm. Ester Sigfúsdóttir

Leikfélag Hólmavíkur er víðfrægt fyrir að hafa sýnt einstaklega víða um land, líklega á mun fleiri stöðum en flest önnur leikfélög. Félagið hefur meira að segja einu sinni farið í hringferð um landið, með leikritið Djúpavíkurævintýrið.

Leikfélag Hólmavíkur er eitt af fáum félögum á landinu sem ennþá heldur í þessa hefð. Ástæðan er kannski í og með sú að fátt fólk býr á Ströndum og það þarf frekar fáar sýningar til að metta markaðinn. Leikarana langar í meira fjör, eftir allar þessar æfingar.

Leikferðalögin eru mörg hver einstök ævintýri. Og slík upplifun lifir lengi í minningunni. Nokkrar frásagnir úr leikferðum sem við fundum í Sögusafni Leikfélagsins eru faldar hér á vefnum og fleiri slíkar væru vel þegnar.

Ójá, leikferðalög eru yndisleg skemmtun.

Sýningarstaðir Leikfélags Hólmavíkur

Leikfélag Hólmavíkur hefur sýnt leikrit á eftirtöldum stöðum á landinu. Þá eru ekki taldar með sýningar Sigurðar Atlasonar á Um skaðsemi áfengisins sem sýnt var á ýmsum óvæntum stöðum:

  • Árnes í Trékyllisvík
  • Djúpavík á Ströndum
  • Laugarhóll í Bjarnarfirði
  • Drangsnes
  • Hólmavík (að sjálfsögðu)
  • Sævangur í Tungusveit
  • Broddanesskólu í Kollafirði
  • Borðeyri í Hrútafirði
  • Reykir í Hrútafirði
  • Ásbyrgi á Laugabakka
  • Hvammstangi
  • Víðigerði í Húnaþingi
  • Blönduós
  • Skagaströnd
  • Miðgarður í Varmahlíð
  • Árgarður í Skagafirði
  • Ketilás í Fljótum
  • Siglufjörður
  • Ólafsfjörður
  • Dalvík
  • Litli-Garður við Akureyri
  • Freyvangur í Eyjafirði
  • Hrísey
  • Laugar
  • Húsavík
  • Kópasker
  • Raufarhöfn
  • Egilsstaðir
  • Borgarfjörður eystri
  • Höfn í Hornafirði
  • Kirkjubæjarklaustur
  • Selfoss
  • Vestmannaeyjar
  • Keflavík
  • Reykjavík
  • Kópavogur
  • Mosfellsbær
  • Akranesi
  • Lyngbrekka á Mýrum
  • Brautartunga í Lundarreykjadal í Borgarfirði
  • Logaland í Borgarfirði
  • Lýsuhóll á Snæfellsnesi
  • Grundarfjörður
  • Búðardalur
  • Tjarnarlundur í Saurbæ
  • Vogaland í Króksfjarðarnesi
  • Patreksfjörður
  • Þingeyri
  • Flateyri
  • Suðureyri
  • Hnífsdalur
  • Bolungarvík
  • Súðavík
  • Reykjanes við Djúp

Hmm. Þetta er hellingur af stöðum. Geri aðrir betur.