December 28, 2024

Óskað eftir myndum, frásögnum, vídeóspólum

Leikfélagið okkar góða er 40 ára um þessar mundir og í nokkra mánuði enn og við erum á fullu spani við að viða að okkur efnivið í nýja vefsíðu sem á að opna áður en félagið kemst á fimmtugsaldur. Borist hafa margar góðar myndir og frásagnir og fundist hafa vídeóspólur. Meðfylgjandi eru tiltölulega nýlegar myndir frá uppsetningu á Saumastofunni 2019 😉.