January 17, 2025

Afmæli Leikfélags Hólmavíkur

Jájá, Leikfélagið er orðið 41 árs, það var stofnað 3. maí 1981. Það er ekki lítið gaman sem gengið hefur á! Alla vega þá er afmælisárið liðið, það tókst að setja upp leikrit á 40 ára afmælinu, það tókst að gera þennan nýja vef, myndum hefur verið safnað og þær skannaðar og vídeóspólum var bjargað og komið á stafrænt form. Nokkur afmælisvídeó voru gerð. Við tókum þátt í Vetrarsól og Hörmungadögum, þeim ágætu vetrarhátíðum. Við héldum tvo aðalfundi og skiptum tvisvar um stjórn. Margt smátt gerir fátt eitt, segir máltækið (alla vega í útgáfu vefstjórans).

Það er svo gaman að leika! segjum við nú bara í tilefni af þessum merku tímamótum. Og það er bæði satt og rétt.