December 28, 2024

Leikfélagið á síðum Bændablaðsins

Á dögunum birtist grein um Leikfélag Hólmavíkur í Bændablaðinu, en sá ágæti miðill hefur tekið ástfóstri við áhugaleiklistina í landinu á síðustu mánuðum, öllum til gleði og ánægju. Á Bændablaðið hrós skilið fyrir það framtak. Í greininni var stiklað á stóru í sögu félagsins og sagt frá því að æfingar væru hafnar á Bót og betrun í Sævangi.