December 28, 2024

Fimm hurða farsi á Ströndum: Bót og betrun

Æfingar eru nú í fullum gangi á ærslafengnum fimm hurða farsa sem ætlunin er að setja á svið núna í vor og vonandi næst að sýna um páskana. Um er að ræða leikritið Bót og betrun eftir Micael Cooney og verður sýnt í félagsheimilinu Sævangi. Tíu leikarar taka þátt í uppsetningunni hjá Leikfélagi Hólmavíkur að þessu sinni, fimm karlar og fimm konur, bæði þaulvanir leikarar og nýliðar með leikfélaginu. Leikstjóri er Sigurður Líndal.

Það er mikið um að vera á sviðinu í Sævangi og leikmyndin þarf að vera traust til að þola atganginn. Við lofum bráðskemmtilegum farsa og það verður nóg af tækifærum til að skella upp úr yfir fjörinu og hamagangnum.

Leikhópurinn í Bót og betrun 2022!