Nú í apríl stóð Leikfélag Hólmavíkur fyrir námskeiði í (leikhús)spuna í samvinnu við Púkann, barnamenningarhátíð á Vestfjörðum sem Inga Steinunn Henningsdóttir stjórnaði. Leiklistarnámskeiðið var fyrir yngsta stig Grunnskólans á Hólmavík, á því námskeiði voru 11 börn.
Svo var líka opinn spunatími í Pakkhúsinu á Café Riis, þangað komu 25 börn úr Strandabyggð og Kaldrananeshreppi.
Heppnaðist þetta allt saman mjög vel og var allt saman ljómandi skemmtilegt.