February 5, 2025

Fyrsti samlestur á Maður í mislitum sokkum!

Í dag var fyrsti samlestur með öllum leikurum (tveir reyndar í gegnum Zoom) og leikstjóranum Skúla Gautasyni. Jafnframt var frumsýningardagur negldur niður og nú verður engin miskun hjá Skúla. Við hlökkum til að sýna ykkur afraksturinn föstudaginn 24. mars – þá sýnum við leikritið Maður í mislitum sokkum, að öllu óbreyttu 😉