January 17, 2025

Um skaðsemi áfengisins ¤ 1996 og áfram

Kannski er ekki beint hægt að segja að einleikurinn Um skaðsemi áfengisins sé beinlínis á vegum Leikfélags Hólmavíkur. Og jú, kannski, þótt það sé bara einn maður sem eigi allan heiðurinn af Skaðseminni – hafi leikið, leikgert, leikstýrt, farðað, lýst og hvíslað að sjálfum sér á örlagastundum. Meira að segja séð um búninginn að mestu leyti án hjálpar. Það er nú lítið félagslíf í því.

En af því Sigurður Atlason hélt lífi í Leikfélagi Hólmavíkur á löngu tímabili, höfum við Skaðsemina með hér og teljum okkur eiga dálítið í henni. Að minnsta kosti svona framan af, þótt það verði að viðurkennast að hún hafi frá 1996 lifað að mestu leyti sjálfstæðu lífi með Sigga Atla víða um hinn vestræna heim. Og gerir vonandi lengi enn.

– Okkur vantar myndir !!! –

Höfundur: 

Anton Tchekov

Leikgerð og leikstjórn:

Sigurður Atlason

Leikarar og persónur:
 

Ivan Ivanovitsj NjúkhinSigurður Atlason

Hvíslari:

Sigurður Atlason lengst af, en Jón Jónsson framan af

Ljósamaður:

Sigurður Atlason lengst af, en Jón Jónsson framan af

Leikmynd:

Sigurður Atlason

Búningur:

Sigurður Atlason

Förðun: 

Sigurður Atlason

Sýningar (29):

Hólmavík (Café Riis) – 4. júlí 1996
Lyngás (Steinadalur) – 7. júlí 1996
Hólmavík (Café Riis) – 11. júlí 1996
Drangsnes (Bryggjuhátíð) – 20. júlí 1996
Laugarhóll í Bjarnarfirði – 3. ágúst 1996
Laugarhóll í Bjarnarfirði – 4. ágúst 1996
Djúpavík – 11. ágúst 1996
Norðurfjörður (á svölum gistihússins) – 17. ágúst 1996
Hólmavík (Café Riis) – 23. ágúst 1996
Flókalundur – 29. ágúst 1996
Tálknafjörður – 30. ágúst 1996
Flatey á Breiðafirði – 31. ágúst 1996
Bíldudalur – 31. ágúst 1996
Núpur í Dýrafirði – 1. sept. 1996
Bolungarvík – 2. sept. 1996
Ísafjörður – 3. sept. 1996
Ísafjörður – 4. sept. 1996

Hafnarfjörður (veitingahúsið A. Hansen) – 25. apríl 1997
Hólmavík (Hótel Matthildur) – 20. júní 1997
Laugarhóll í Bjarnarfirði – 24. júní 1997
Laugarhóll í Bjarnarfirði – 5. júlí 1997
Hólmavík (Café Riis) – 10. júlí 1997
Borðeyri (afmælishátíð) – 16. ágúst 1997
Hólmavík (Café Riis) – 22. ágúst 1997
Hólmavík (Café Riis) – 10. sept. 1997

Hvide Svanen / Horsens Danmörk – 27. des. 1998

Reykjavík – 15. apríl 1999
Reykjavík – 16. apríl 1999
ReykjavíkurAkademíunni – haustið 1999

… og líklega víðar.