December 27, 2024

Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! ¤ 1991 

Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! er heilmikil þjóðfélagsádeila og sprell um leið. Forkólfar Leikfélagsins á þessum árum höfðu séð verkið á Bandalagshátíð í Hveragerði árið áður og höfðu húmor fyrir því. Það var hins vegar ekki hægt að segja um alla, t.d. skrifaði sú landsfræga Regína frá Gjögri skammarbréf í Dagblaðið um sýningu Leikfélagsins í Árnesi og sagði hana hið versta guðlast og klám í ofanálag, leikstjóranum til mestu ánægju.

Læknaliðið hefur komið Lillu í heiminn, ef grannt er skoðað sjást foreldrarnir liggja eins og hráviði fyrir aftan

Það gekk ekki þrautalaust að koma verkinu á svið, því leikendur eru margir og í mörgum hlutverkum. Hinir og þessir hættu líka á undirbúningstímanum og eftir að sýningar hófust. T.d. tók Magnús Rafnsson að sér hlutverk pabbans um leið og generalprufan byrjaði, og las textann yfir og lærði hann fyrir hverja senu. Geri aðrir betur.

Jón Gísli Jónsson setti félagsmet í hlutverkafjölda í einu leikriti í sýningunni. Hann lék 5 kennara, prest, lækni, klámleikara, Sigga frænda og Ómar Ragnarsson. Túlkun hans á hinum feimna Knúti kynfræðslukennara og hinum snargeðveika nasista Reinhart þýskukennara var hreinræktuð snilld.

fiflid12.jpg (23170 bytes)
fiflid3.jpg (23348 bytes)
fiflid2.jpg (25613 bytes)
fiflid14.jpg (30837 bytes)
fiflid6.jpg (25830 bytes)
fiflid4.jpg (23547 bytes)
fiflid13.jpg (25427 bytes)
fiflid5.jpg (36834 bytes)
fiflid9.jpg (35498 bytes)
 
 
 
 
 

– Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu –

Höfundar: 

Davíð Þ. Jónsson og unglingar í Leikfélagi Hafnarfjarðar

Leikstjóri:

Jón Jónsson

Hvíslari:

Hildur Björnsdóttir

Leikarar og persónur:
 

Stefanía HalldórsdóttirLilla
María GuðbrandsdóttirMamma, kórstúlka
Einar Indriðason /
Magnús Rafnsson
Pabbi, plötusnúður
Vignir PálssonMummi, læknir, ókunnugur maður í fermingarveislu, tæknimaður
Elva BragadóttirOlga, sæðisfruma, amma, kórstjóri, vordís
Sandra GunnarsdóttirMagga, sæðisfruma, Lóa frænka, kórstjóri
Jóhanna S. JónsdóttirFinna, sæðisfruma, Gunna, vordís 
Ester SigfúsdóttirGurra, sæðisfruma, kúrekastúlka, ókunnug kona í fermingarveislu, vordís
Jón JónssonKalli klámhundur, kúreki, Jói frændi, klámleikkona
Sverrir GuðbrandssonDoddi dóni, sæðisfruma, föðurafi, kúreki, tæknimaður
Matthías LýðssonGuð, Tommi.
Helga Björk Sigurðardóttir /
Arnar S. Jónsson
Læknir, Jenni, móðurafi, kórstúlka, maður frá Kleppi, tæknimaður
Jón Gísli JónssonLína dönskukennari, Leifur ljóðakennari, Knútur kynfræðslukennari, Reinhart þýskukennari, Grímhildur sögukennari, séra Helgidagur, Ómar Ragnarsson, læknir, Siggi frændi, klámleikari.