December 27, 2024

Sýningum lokið í Sævangi

Nú hefur leikritið Maður í mislitum sokkum verið sýnt fimm sinnum í Sævangi og sýningum þar lokið. Það var líf og fjör á sýningum, talsvert hlegið og ágæt mæting á þessa uppsetningu. Sævangur heldur vel utan um áhorfendur og leikara og gott að sýna þar. Hljómburður í húsinu er frábær og aðstæður allar eins og best verður á kosið. Sauðfjársetrið seldi súpu fyrir sýningar og var það vel þegið af mörgum gestum. Við þökkum áhorfendum, leikurum og aðstoðarfólki, kærlega fyrir komuna og þátttökuna að þessu sinni.

Steindóra og Guðjón, Fríða og Bjarni, Lilja og Dóri, Ósk og Þóra, senda öllum sem mættu í Sævang ástar- og saknaðarkveðjur 😉