December 27, 2024

Strandanornir 2018

Árið 2018 var sveitarfélaginu Strandabyggð boðið í samstarf um leiklistartengt verkefni í vinnuskólanum með svipuðu sniði og Náttúrubarnaskólinn hafði gert sumarið áður. Sótt var um styrki til verkefnisins og var yfirleitt tekið jákvætt í verkefnið. Rakel Ýr Stefánsdóttir var ráðin til að stjórna verkefninu. Þrjár stúlkur tóku þátt sumarið 2018, þær Bára Örk Melsted, Alma Lind Ágústsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Á Hamingjudögum sýndu þær frumsamið stuttverk, „Strandanornir” sem þær sömdu upp úr þjóðsögum af Ströndum.

Á Hamingjudögum voru þær einnig með spádómsgjörning sem þær endurtóku svo á Náttúrubarnahátíð í Sævangi. Í júlí hætti
Ingibjörg og tvíeykið Alma og Bára héldu áfram. Þær sýndu nú „Strandanornir” aftur á Náttúrubarnahátíð og Reykhóladögum þó þær væru bara tvær. Þær skipulögðu einnig skemmtikvöld á Café Riis „open mic” þar sem fólk gat stigið á stokk og flutt ýmis verk sín eða annarra, en þær fluttu einnig eigin texta sem þær höfðu unnið að í skapandi skrifum í verkefninu. Rakel, Alma og Bára enduðu svo á uppistandi á hátíðinni Act Alone um haustið.

Höfundar og leikarar:
Bára Örk Melsted, Alma Lind Ágústsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir

Leikstjóri:
Rakel Ýr Stefánsdóttir

Þátttakendur: 4
Sýningafjöldi: 3

Sýnt var á Hamingjudögum á Hólmavík, Náttúrubarnahátíð í Sævangi og á Reykhóladögum á Reykhólum.