Á dögunum var kosin ný stjórn hjá Leikfélagi Hólmavíkur sem ætlar sér að glíma við verkefni vetrarins. Rétt í þessu var haldinn stjórnarfundur. Efri myndin er tekin meðan allt lék í lyndi, en sú neðri þegar við vorum að reyna að skipta með okkur verkum. Niðurstaðan eftir mikil átök stjórnarmanna á millum varð sú að Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir er formaður, Úlfar Hjartarson er gjaldkeri og Jón Jónsson ritari. Sættist stjórnin síðan heilum sáttum og hefur setið á friðarstóli síðan.