December 28, 2024

Stjórnarfundur hjá Leikfélaginu

Stjórn Leikfélags Hólmavíkur fundaði í gær, en hana skipa nú Guðlaug (Gulla) G.I. Bergsveinsdóttir, Úlfar Örn Hjartarson og Jón Jónsson. Ekki tókst að fá mannskapinn til að setja Stellu í orlofi upp fyrir jólin, en kannaður var vilji til þess hjá lykilaðilum sem tóku þátt í þeirri sýningu. Stella er þar með lögð á hilluna.

Stefnan er tekin á að setja upp gamanleikrit í mars-apríl, ef mannskapur fæst og veiruskrattinn leyfir okkur að hafa gaman. Þau sem vilja taka þátt mega gjarnan gefa sig fram við stjórnarfólkið. Ætlunin er að efla almenna gleði og fjör hjá líklegum leikhóp þangað til, lesa kannski saman nokkur leikrit og birta myndir og frásagnir frá afrekum fyrri ára hér á fésbókarsíðunni.

Hér eru aldeilis magnaðar myndir sem Flóki Kristinsson sem tók myndirnar var svo elskulegur að senda okkur. Þær eru úr leikritinu Köld eru kvennaráð eftir Stafford Dickens sem sett var upp 1985 😉