December 27, 2024

sMaL ¤ 2014

Gamanleikurinn sMaL var sérstaklega saminn fyrir Sauðfjársetur á Ströndum og Leikfélag Hólmavíkur. Höfundurinn er Arnar S. Jónsson, fyrrum formaður Leikfélags Hólmavíkur og fyrrum framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins, en var þá fluttur suður á Stór-Hafnarfjarðarsvæðið, öllum til mestu armæðu. Leikfélagið setti svo einþáttunginn og gamandramað sem er um það bil 50 mínútur í sýningu upp á Sviðaveislu sem haldin var í Sævangi haustið 2014, við mikinn fögnuð áhorfenda. 

sMaL er bráðfyndinn gamanleikur sem hentar vel til sýninga í bændasamfélögum víða um land. Hann gerist í smalamennsku á fjöllum uppi og þær týpur sem koma við sögu eru kunnuglegar öllum sem hafa tekið þátt í slíkri skemmtun sem smalamennskur eru.

Þátturinn var svo sýndur aftur síðar um haustið á leikhúskvöldi í Sævangi, þar sem etin var leikfélagssúpa. Þessi sýning var haldin í tengslum við Bókmennta- og ljóðaviku í Strandabyggð sem Leikfélagið og Sauðfjársetrið tóku virkan þátt í. Á dagskránni var þá einnig hálfgert uppistand Jóns Jónssonar, annars gamals leikfélagsformanns. Þar sagði hann gamlar og góðar mistakasögur af Leikfélaginu og sýningum þess víða um heim.

Höfundur: 

Arnar S. Jónsson

Leikstjóri: 

Jón Jónsson

Framkvæmdastjórn:

Ester Sigfúsdóttir

Persónur og leikarar:

HróbjarturEiríkur Valdimarsson
Sveinn bóndiJón Jónsson
Sigríður (kona Sveins)Esther Ösp Valdimarsdóttir
Fríða (dóttir þeirra) Esther Ösp Valdimarsdóttir
Mófríður (móðir Sigríðar)Svanhildur Jónsdóttir / Einar Indriðason
Nilli björgunarsveitarmaðurEinar Indriðason
Viðar bóndi í MiðhúsumViðar Guðmundsson / Trausti Rafn Björnsson
Útlendingur á villigötumEster Sigfúsdóttir

Lýsing:

Jón Jónsson og Einar Indriðason

Tækni- og hljóðmenn: 

Svanhildur Jónsdóttir og Ester Sigfúsdóttir

Sviðsmynd, búningar, förðun: 

Leikhópurinn

Leikskrá: 

Jón Jónsson

Sýningar:

Frumsýning – Sviðaveisla í Sævangi – 25. október 2014 (105 áhorfendur)
Önnur sýning – Leikfélagssúpa í Sævangi – 22. nóvember 2014 (60 áhorfendur)