Sumarið 2000 var fyrsti áfangi Galdrasýningar á Ströndum opnaður á Hólmavík, á aðfaranótt Jónsmessunnar.
Af því tilefni æfði Leikfélag Hólmavíkur hluta af hinu mikla og magnþrungna verki Skollaleik og sýndi á útisviði við opnun sýningarinnar. Hafði sýningin titilinn: Er það einleikið?
Sýningin var sett upp á útisviði framan við Hótel Matthildi og tókst frumsýningin afbragðs vel. Síðar um sumarið var aftur sýnt og þá á Café Riis. Margir lögðu hönd á plóg við uppsetningu sýningarinnar.
Höfundur:
Böðvar Guðmundsson
Leikgerð:
Arnlín Óladóttir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir
Leikstjórn:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir
Persónur og leikendur:
| Þorleifur Kortsson | Jón Gísli Jónsson |
| Klaus, Mattheus, Gísli kúmen og skipstjóri | Einar Indriðason |
| Lars Mattheusson | Sigurður M. Þorvaldsson |
| Matthildur | Hrefna Guðmundsdóttir |
| Klaudia | Ásdís Jónsdóttir |
| Galdra-Manga, Hallgerður, dómari | Guðmundína Haraldsdóttir |
| Sr. Grímur | Hafþór Þórhallsson |
| Dómarar | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Salbjörg Engilbertsdóttir |
| Sögumaður | Harpa Hlín Haraldsdóttir |
Sýningar:
Hólmavík (á útisviði) – 23. júní
Hólmavík (Café Riis) – sumarið 2000