Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson var fyrsta uppsetning Leikfélags Hólmavíkur á leikriti í fullri lengd. Björninn var einþáttungur.
Góð aðsókn var að leikritinu, bæði á Hólmavík og í leikferðalögum. Til Drangsness var sjóleiðin farin á Hilmi ST-1, enda var vegurinn ófær. Síðan var siglt heim aftur um nóttina. Menn létu ekki stoppa sig á þessum árum frekar en þeir gera í dag. Samkomuhúsið Baldur á Drangsnesi hafði nýlega verið tekið í notkun og var ekki alveg fullklárað. Hljómburðurinn var því sérstaklega skringilegur.
Eftir áramótin var sýningin æfð upp og sýnt á Hvammstanga. Siggi Villa flutti leikmyndina á vörubíl, en aðrir fóru á einkabílum. U.þ.b. 50 áhorfendur mættu á sýninguna þar.
Til gamans má geta þess að miðaverð á leikritið var 90 krónur fyrir fullorðna, en 50 krónur fyrir börn.
Lýst er eftir myndum, minningum og nánari upplýsingum!
Höfundur:
Jökull Jakobsson
Leikstjóri:
Kristín Anna Þórarinsdóttir
Persónur og leikarar:
| Mundi | Friðrik Runólfsson | 
| Þuríður | Katrín Sigurðardóttir | 
| Signý | Anna Jóna Snorradóttir | 
| Hildur | Kolbrún * | 
| Eiríkur | Sigurður Atlason | 
| Gamli maðurinn | Kristján Jónsson | 
| Halldór | Jón Magnús Magnússon | 
Sýningar (5):
Hólmavík – 4. desember
Hólmavík – 6. desember
Hólmavík – 6. desember
Drangsnes – 11. desember
Hvammstangi – 10. janúar