December 28, 2024

Sex í sveit ¤ 2003

Sex í sveit er farsi af hröðustu gerð, áhorfendur þurfa að hafa sig alla við til að fylgjast með flækjunni og innbyrða alla brandarana um leið.

Hlutverkin í leikritinu eru sex. Það þótti bera  vott um dirfsku og stórhug Leikfélagsins að allir kvenleikararnir þrír sem léku í sýningunni voru að stíga á svið í fyrsta skipti. Þetta þótti djarfur leikur í jafn tæknilega erfiðu leikriti, eða svo sagði gagnrýnandinn, en stúlkunum fórst verkefnið afar vel úr hendi. Aðsóknin að Sex í sveit var býsna góð, en tæplega níuhundruð manns börðu sýningarnar 12 augum. Það þýðir rúmlega 70 manns á sýningu. Híhíhí.

Skúli Gautason var fenginn til að stjórna verkinu og honum fórst það einstaklega vel úr hendi. Æfingar gengu vel og leikstjórinn hafði orð á því að hann hefði aldrei unnið með þægilegri hóp. Gaman að því. Þau hjónakornin Skúli og Þórhildur urðu reyndar svo hrifinn að þau keyptu sér hús á Ströndum um leið og æfingum lauk.

Síðan var að sjálfsögðu farið í ægilegar leikferðir með stykkið eins og Leikfélagsins er von og vísa. Farið var til Reykjavíkur og Borgarness og síðan í stutta ferð um Norðurland, til Bolungavíkur og auðvitað norður í Árneshrepp.

Höfundur: 

Marc Camoletti

Leikstjóri: 

Skúli Gautason

Persónur og leikarar:

BenediktSverrir Guðbrandsson
ÞórunnRúna Stína Ásgrímsdóttir
RagnarEinar Indriðason
SóleyHildur Guðjónsdóttir
SólveigKristín Einarsdóttir
BenónýArnar S. Jónsson

Framkvæmdastjóri:

Salbjörg Engilbertsdóttir

Aðstoðarleikstjóri:

Jón Gísli Jónsson

Hvíslari:

Sigríður Einarsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir

Lýsing:

Jón Gísli Jónsson og Skúli Gautason

Sviðsmynd:

Hafþór Þórhallsson

Förðun:

Salbjörg Engilbertsdóttir og Unnur Ingimundardóttir

Leikskrá:

Arnar S. Jónsson og Kristín S. Einarsdóttir

Hjálparhellur í leikferðum:

Jón Ragnar Gunnarsson
Alfreð Gestur Símonarson
Unnur Ingimundardóttir
Tryggvi Ingvar Ólafsson

Sýningar (12):

Hólmavík – 17. apríl – um 70 áhorfendur
Hólmavík – 19. apríl – um 100 áhorfendur
Hólmavík – 21. apríl – um 100 áhorfendur
Hólmavík – 24. apríl – 69 áhorfendur
Árnes – 26. apríl – 37 áhorfendur
Drangsnes – 27. apríl – 56 áhorfendur
Bolungarvík – 30. apríl – 105 áhorfendur
Borgarnes – 16. maí – 32 áhorfendur
Reykjavík – 17. maí – 110 áhorfendur
Hólmavík – 7. júní – 29 áhorfendur
Ketilás í Fljótum – 14. júní – 104 áhorfendur
Litli-Garður á Akureyri – 16. júní – 52 áhorfendur