December 27, 2024

Nanna systir ¤ 2019

Leikhópurinn og leikstjórinn eftir sýningu í Árgarði

Nanna systir

Leikritið sem sett var upp vorið 2019 heitir Nanna systir og er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Sögusvið Nönnu systur er samkomuhús í íslensku sjávarþorpi árið 1996. Þar stendur til að setja upp söngleik um Fjalla-Eyvind. Óvæntar heimsóknir og uppákomur setja þó strik í reikninginn. Það gengur á ýmsu og útkoman er vægast sagt skrautleg. Er leikritinu sjálfu lýst sem gamanleikriti með tragískum undirtónum. Leikstjóri var Skúli Gautason.

Leikhópurinn sem lék í þessari uppsetningu var tíu manna hópur, fimm konur og fimm karlar. Sumir leikararnir gamalreyndar kanónur og aðrir að stíga sín fyrstu skref á leiksviði með Leikfélagi Hólmavíkur en öll voru þau jöfn í þessari stórskemmtilegu uppsetningu.

Sýnt var í Sævangi sem Leikfélagið hafði ekki gert í þónokkurn tíma með leikrit í fullri lengt (önnur verkefni sem sýnd voru í Sævangi eru t.d. sMaL og einleikurinn Draugasaga) en Sævangur er gamalt félagsheimili rétt sunnan við Hólmavík og hentaði fullkomlega sem sviðsmyndin fyrir þessa uppsetningu.

Eftir fjórar vel heppnaðar sýningar í Sævangi hélt hópurinn upp í leikferðalag og mikil áhersla var að velja heppilega sýningarstaði fyrir verkið; félagsheimili í eldri kantinum. Sýnt var í Dalabúð í Búðardal, samkomuhúsinu á Grundarfirði, Lyngbrekku í Borgarfirði, Árgarði í Skagafirði og Víðihlíð í V-Húnavatnssýslu í einni og sömu ferðinni, en svo var lokasýningin í Trékyllisvík Árneshreppi í júní. Á sýninguna í Lyngbrekku mættu Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja á sýninguna til að horfa en þau settu upp sama leikrit þetta sama ár. Þeim var boðið að sitja eftir og spjalla eftir að sýningu lauk og hóparnir báru saman bækur sínar og höfðu gaman af.

Myndir úr leiksýningunni

Þessi leikhópur var afar samheldinn og allir hjálpuðust að, enda sá leikhópurinn sjálfur að mestu um allt sjálf í leikferðinni. Skúli Gautason leikstjóri sá um ljósin og ferðafélaginn og hjálparkokkurinn Jón Vilhjálmsson sérlega hjálplegur – listilega fær í að raða leikmyndinni í bílinn, auk þess sem að hann seldi inn á sýningarnar og aðstoðaði við ýmis verk.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti þessa uppsetningu.

Persónur og leikendur

Sr. Jens SkúliJón Jónsson
ÞormarMatthías Lýðsson
EiríkurEiríkur Valdimarsson
FannhvítÍris Jóhannsdóttir
ÁlfdísAgnes Jónsdóttir
GerðaSvanhildur Jónsdóttir
OddurÁgúst Þormar Jónsson
DanúdaÁsdís Jónsdóttir
Nanna systirEster Sigfúsdóttir
LeigubílstjórinnÚlfar Örn Hjartarson

Fólkið bak við tjöldin

LeikstjóriSkúli Gautason
VerkstjóriAgnes Jónsdóttir
HvíslariÁsdís Jónsdóttir, leikhópurinn
TæknimaðurSkúli Gautason, leikhópurinn
Smíðavinna og sviðsmyndLeikhópurinn
Förðun og hárLeikhópurinn
BúningarSvanhildur Jónsdóttir, leikhópurinn
LeikmunirMatthías Lýðsson, HSS, leikhópurinn
Leikskrá og auglýsingarAgnes Jónsdóttir
LjósmyndirEiríkur Valdimarsson, Jón Jónsson
PíanóViðar Guðmundsson
GítarÞorgils Björgvinsson
HljóðupptakaSkúli Gautason

Sýningar í Sævangi:

Frumsýning: 7. apríl kl. 20:00
2. sýning: 11. apríl kl. 20:00
3. sýning: 12. apríl kl. 20:00
4. sýning: 21. apríl (páskadag) kl. 20:00

Leikferð:

Dalabúð í Búðardal: 24. apríl kl. 20:00
Samkomuhúsið Grundarfirði: 25. apríl kl. 20:00
Lyngbrekka í Borgarfirði: 26. apríl kl. 20:00
Árgarður í Skagafirði: 27. apríl kl. 20:00
Víðihlíð í V-Húnavatnssýslu: 28. apríl kl. 20:00

Trékyllisvík