Haustið 2022 hélt Leikfélag Hólmavíkur magnað leiklistarnámskeið fyrir unglinga í Grunnskólanum á Hólmavík. Sigfús Snævar Jónsson sem er nýútskrifaður af leiklistarbraut hjá Kvikmyndaskóla Íslands mætti á svæðið með fullt af ferskum hugmyndum og sá um hópefli og leiklistarnámskeið fyrir unglingastigið vikuna 7.-11 nóvember. Námskeiðið var haldið í samvinnu Leikfélagsins og Grunnskólans á Hólmavík og verkefnið var styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Færum við sjóðnum bestu þakkir fyrir stuðninginn sem var nýttur til að bjóða unglingunum og skólanum upp á námskeiðið, þeim og honum að kostnaðarlausu.