Maður í mislitum sokkum er notalegur gamanleikur eftir Arnmund Backman, í leikstjórn Skúla Gautasonar. Söguþráðurinn er á þá leið að eldri kona sest upp í bílinn sinn eftir að hafa skroppið í búð. Þá situr maður í framsætinu sem veit ekki hvað hann heitir, hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara, en honum er óskaplega kalt. Konan fer með hann heim til sín og gefur honum heitt kaffi. Hann reynist vera í mislitum sokkum. Hver er hann og hvað á að gera við hann? Málin taka fljótt að flækjast og nágrannarnir hafa sínar skoðanir.
Sýnt er í félagsheimilinu Sævangi á Ströndum og frumsýning sunnudaginn 26. mars kl. 16. Miðaverð á sýningu er 3.800 og 2.300 fyrir 12 ára og yngri. Miðapantanir eru í síma 693-3474 (Ester). Fyrirhugaðar eru 5 sýninga í Sævangi, þær eru eftirfarandi:
26. mars 2023, sunnudagur, kl. 16:00 – Frumsýning
1. apríl 2023, laugardagur, kl. 20:00 – 2. sýning
2. apríl 2023, sunnudagur, kl. 20:00 – 3. sýning
6. apríl 2023, skírdagur, kl. 20:00 – 4. sýning
8. apríl 2023, laugardagurinn um páska, kl. 20:00 – Lokasýning í Sævangi
Sauðfjársetrið býður upp á súpu í Sævangi fyrir sýningarnar sem byrja kl. 20:00. Gúllassúpu og vegansúpu, brauð og kaffi kr. 2.500. Miðapantanir hjá Ester í síma 693-3474 (einnig til að panta súpu).
Látið þessa stórskemmtilegu leiksýningu ekki fram hjá ykkur fara, við hlökkum til að sjá ykkur!