December 27, 2024

Landabrugg og ást ¤ 1989 

Landabruggið er óhemjulega fyndinn farsi. Þar er lífleiki og fjör í fyrirrúmi, atburðarásin hröð og áður en nokkur veit af er allt komið í að því er virðist óleysanlegan hnút. Að sjálfsögðu rætist þó úr að lokum.

Persónur leiksins eru líka margar eftirminnilegar – Haukur Hálfjárn og kvenlega hlið hans, Fía frænka, siviliseraði landabruggarinn Ingjaldur, svo ekki sé nú minnst á Friðrik lækni sem ráðlagði fólki stöðugt að laxera.

Regína á Gjögri, hinn heimsfrægi fréttaritari gerði leikritinu góð skil í DV þótt fátt væri hægt að staðfesta af fréttinni . Þar sagði hún að verkið hefði verið sýnt 12 sinnum á hálfum mánuði, leikstjóri héti Aronía Ólafsdóttir, höfundur Loftur Guðmundsson, leikararnir væru allir ómenntaðir og hefðu leikið svo vel að leiklistarskólar væru óþarfir. Auk þess sagði hún að Anna Jóna hefði litið út fyrir að vera mjög gömul, svona ung manneskjan, og að allir hefðu skemmt sér mjög vel (nokkuð til í því).

Mikil raunarolla um sýningarnar var færð til bókar eins og sjá má hér.

– Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu –

Höfundar: 

Riemann og Schwarts

Leikstjóri:

Arnlín Óladóttir

Persónur og leikarar:
 

Ferdinand þjónnÓmar Pálsson
Hans hæstaréttarlögmaðurJón Jónsson
Ingjaldur landabruggariMagnús Rafnsson
Haukur Hálfjárn, ungur listamaðurEinar Indriðason
Stína, unnusta HauksEster Sigfúsdóttir
Jósefína frænka af KróknumAnna Jóna Snorradóttir
Elsa, fósturdóttir FínuSalbjörg Engilbertsdóttir
LögregluþjónnJón Vilhjálmsson
Friðrik gamli læknirFriðrik Runólfsson
Lína, kona FerdinandsSteinunn B. Halldórsdóttir

Hvíslari:

Ásmundur Vermundsson

Sviðsmynd, ljós og allt annað:

Ásmundur Vermundsson, Magnús Rafnsson, Ómar Pálsson og Ragnar Ölver Ragnarsson.

Listmálun og förðun:

Ásdís * og Salbjörg Engilbertsdóttir

Gerð leikskrár:

Ester Sigfúsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Jón Jónsson

Ljósmyndari:

Ólafur Ingimundarson

Saumar og þvottur:

Svanhildur Jónsdóttir

Sýningar (12):

Hólmavík – 5. maí
Hólmavík – 7. maí
Hólmavík – 7. maí
Broddanes – 9.maí
Hólmavík – 2. júní
Drangsnes – 4. júní
Reykjanes – 17. júní
Króksfjarðarnes – 18. júní
Hnífsdalur – 24. júní
Bolungarvík – 25. júní
Árnes – 8. júlí
Árnes – 8. júlí