February 5, 2025

Karíus og Baktus ¤ 1991 

Góðkunningjar sælgætisgrísanna, tannbjálfarnir Karíus og Baktus, voru teknir til skoðunar og sýninga síðla árs 1991. Félagar í Leikfélaginu höfðu þá tekið fjölmörg barnaleikrit til yfirlestrar, en flest voru þau upp á frekar fáa fiska. Góð barnaleikrit vaxa greinilega ekki á trjánum.

Það þóttu mikil tíðindi þegar út spurðist að sveitarstjóri og oddviti Hólmavíkurhrepps væru í aðalhlutverkum leiksins. Síðan var náttúrulega heilmikið basl að koma þessari leikmynd upp og enginn vildi leika tannburstann. Þetta tókst samt allt að lokum og sýningin var leikin af mikilli innlifun. Sum börnin á Hólmavík höfðu svo mikla samúð með þeim félögum eftir að hafa séð verkið að þau neituðu að láta bursta í sér tennurnar í margar vikur.

Leikritið er bara svo skratti stutt að það er hálfvandræðalegt að sýna það.

– Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu –

Höfundur: 

Thorbjörn Egner

Leikstjóri:

Jón Jónsson

Leikarar:
 

KaríusStefán Gíslason
BaktusDrífa Hrólfsdóttir

Hvíslari:

Jóhanna S. Jónsdóttir

Sviðsmenn og tannbursti:

Arnar S. Jónsson, Jensína Pálsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir og Árdís B. Jónsdóttir

Sviðsmynd:

Ásmundur Vermundsson og Ómar Pálsson

Förðun og gerð leikskrár:

María Guðbrandsdóttir

Búningahönnun:

Ásdís Jónsdóttir

Lýsing:

Jóhann L. Jónsson

Hljóð og tónlist:

Sverrir Guðbrandsson og Gunnlaugur Bjarnason

Sýningar (3):

Hólmavík – 5. desember
Hólmavík – 7. desember
Hólmavík – 8. desember