Á mörgum leiksýningum hafa nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík unnið með Leikfélaginu. Hér var þó gengið skrefinu lengra og tekið upp formlegt samstarf. Rykið var dustað af Jóladagatalinu, leikriti sem félagar í Leikfélagi Hólmavíkur sömdu fyrir áratug, og það var að þessu sinni sett upp á stóra sviðinu í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Uppistaðan í leikarahópnum voru nemendur skólans en tveir reyndir leikarar tóku einnig þátt. Annar þeirra var Arnar S. Jónsson sem hafði 10 árum áður leikið drenginn (barn b), en var nú kominn í hlutverk tröllsins. Svona vaxa menn innan leikfélagsins.
Aðeins var sýnt einu sinni en mæting á þá sýningu var líka býsna góð.
– Okkur vantar myndir !!! –
Höfundar:
Arnlín Óladóttir, Ásmundur Vermundsson, Einar Indriðason, Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson
Leikstjóri:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Leikarar:
Tröllið | Arnar S. Jónsson |
Grýla | Harpa Hlín Haraldsdóttir |
Leppalúði | Sigurður Á. Vilhjálmsson |
Strákur | Kolbeinn Jósteinsson |
Stelpa | Guðný Guðmundsdóttir |
Gáttaþefur | Jón Ingimundarson |
Kjötkrókur | Andri Freyr Arnarsson |
Kertasníkir | Smári Gunnarsson |
Stúfur | Sara Benediktsdóttir |
Hurðaskellir | Árný H. Haraldsdóttir |
Skyrgámur | Pétur Matthíasson |
Hvíslari:
Karen Daðadóttir.
Ljós:
Einar Indriðason.
Sviðsmynd:
Arnar S. Jónsson, Jón Jónsson og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.
Förðun:
Salbjörg Engilbertsdóttir.
Sýningar (1):
Hólmavík – 21. desember 2000.