Grunnskólinn á Drangsnesi hefur nú fengið vænan styrk úr Barnamenningarsjóði til verkefnisins Goðdalir, sviðslistasmiðju barna, sem unnið verður í samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur og fleiri aðila í héraðinu og á landsvísu. Sú smiðja spannar heilt skólaár og er unnið þvert á listgreinar.
Verkefnið byggir á norrænni goðafræði og leikverk verður sýnt í lok apríl á næsta ári.