December 28, 2024

Gnagg!

Allt að gerast! Búið að kaupa lén og byrjað að smíða vef. Allt fyrir afmælishátíðarstyrkinn okkar frá Sterkum Ströndum 2021! Takk æðislega! Stjórnin og Agnes Jónsdóttir (sér um fjörið). Byggt er á gömlum og úreltum vef sem Sögusmiðjan bjó til árið 2002 (Jón Jónsson og Arnar S. Jónsson) og einnig eru margvíslegar sögur og heimildir, myndir og minningar, sóttar í sögusafn Leikfélagsins. Vefsmiðir að þessu sinni eru aðallega Agnes Jónsdóttir og Jón Jónsson.