Hopp og hí, trallalí, upp á nefið nú ég sný …
Á þessari síðu er hugmyndin að tengja inn á ýmsa gamansemi og glens og grín, skemmtilegar sögur úr leikferðum og af uppákomum á sviðinu og þess háttar.
Vefsmiðirnir ætluðu reyndar að hafa líka sögur af fylleríum, slagsmálum og framhjáhaldi stóru og smáu, en gjaldkerinn bannaði það. Hann segir að þá fari einhver í skaðabótamál og hirði þessa örfáu aura félagsins. Og allir hlýða gjaldkeranum. Alltaf.
Frumsýningarpartí og önnur leikfélagspartí eru sérstakur kapítuli í sögu hvers almennilegs leikfélags. Einhver frasi segir að ein mynd segi meira en 1000 orð. Það er að vísu bölvað bull, en við skulum samt láta myndirnar tala á partísíðunni.
Fyrsta sýning Leikfélags Hólmavíkur var í meira lagi söguleg. Gefum einum aðalleikaranum og formanni félagsins á þeim tíma orðið.
Sögulegar sýningar hafa að sjálfsögðu verið fleiri en ein. Hér gefur að líta nokkrar stuttar sögur af uppákomum á sviðinu.
Leikferðalögin eru ekki alltaf dans á rósum. Það veit sá sem allt veit og veit hann þó vonandi ekki nærri því allt.
Aðalfundargerðir í virðulegri fundargerðarbók Leikfélagsins eru yfirleitt alls ekki skemmtileg lesning. En þegar vel tekst til með val á fundarritara, geta jafnvel fundargerðir verið hreinasta snilld.