Djúpavíkurævintýrið er leikgerð Sigurðar Atlasonar upp úr leikriti sem Vilborg Traustadóttir skrifaði sem ber nafnið Eiðrofi. Leikritið er frekar átakanleg saga, en um leið góð lýsing á lífinu í Djúpavík þegar síldarævintýrið stóð yfir og líðan fólksins þegar því lauk. Þetta leikrit er langvíðförlasta sýning leikfélagsins frá upphafi, farið var í hringferð um landið sem er gríðarlega eftirminnileg fyrir þau fjögur sem það gerðu.
Fyrsta uppsetning verksins var sýnd á Djúpavíkurhátíð 1995. Í þeirri útgáfu var Nanna María Elfarsdóttir í hlutverki Huggu/Guðrúnar og heilmikill söngflokkur undir stjórn Ásdísar Jónsdóttur fylgdi með og söng á milli atriða og eftir sýningu. Þessi útgáfa var líka sýnd þrisvar sinnum í Riis-húsi sem síðar varð Café Riis.
Í október 1995 var síðan ákveðið að leggjast í það stórvirki að fara hringferð um landið með Djúpavíkurævintýrið. Árdís B. Jónsdóttir tók að sér hluterk Nönnu Maríu sem var farin í skóla og frumsýnt var 7. október á formannafundi BÍL sem var haldin á Hólmavík.
Leikferðin sögulega tók stóð yfir í rúmar tvær vikur og á þeim tíma var sýnt 13 sinnum, víðast hvar við góða aðsókn. Sönghópnum var skipt út fyrir tæknimann sem spilaði lög af bandi og varpaði myndum af Djúpavík á vegg. Mikið tækniundur.
Árið 1997 var Djúpavíkurævintýrið síðan æft upp með nýrri leikkonu, Sunnevu Árnadóttur, og sýnt í Kaffileikhúsi á Café Riis og í Laugarhóli í Bjarnarfirði.
Höfundur:
Leikgerð Sigurðar Atlasonar upp úr leikriti Vilborgar Traustadóttur, Eiðrofa.
Leikstjóri:
Sigurður Atlason
Persónur og leikarar:
Afi Tumi | Sigurður Atlason |
Guðjón / Gauji | Arnar S. Jónsson |
Hugga / Guðrún | Árdís B. Jónsdóttir Nanna María Elfarsdóttir Sunneva Árnadóttir |
Söngflokkur:
Ásdís Jónsdóttir, Steinunn B. Halldórsdóttir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ester Ingvarsdóttir, Harpa Hlín Haraldsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Árdís B. Jónsdóttir.
Sviðsmynd:
Sigurður Atlason
Förðun og gerð leikskrár:
Sigurður Atlason
Ljós og hljóð:
Sigurður Marinó Þorvaldsson
Sýningar (24):
Djúpavík – 18.ágúst 1995
Djúpavík – 19. ágúst 1995
Hólmavík – 27. ágúst 1995
Hólmavík – 28. ágúst 1995
Hólmavík 29. ágúst 1995
Hólmavík – 7. október 1995
Sauðárkrókur – 21. október 1995
Sauðárkrókur – 22. október 1995
Dalvík – 23. október 1995
Freyvangur – 24. október 1995
Laugar – 25. október 1995
Húsavík – 26. október 1995
Borgarfjörður eystri – 28. október 1995
Egilsstaðir – 29. október 1995
Höfn í Hornafirði – 31. október 1995
Kirkjubæjarklaustur – 1. nóvember 1995
Selfoss – 2. nóvember 1995
Reykjavík – 4. nóvember 1995
Reykjavík – 5. nóvember 1995
Drangsnes – 18. nóvember 1995
Broddanes – 19. nóvember 1995
Laugarhóll – Sumarið 1997
Hólmavík – 7. ágúst 1997
Hólmavík – 14. ágúst 1997