Eftir langa bið er loksins komið að því! Leikfélag Hólmavíkur hefur hafið æfingar á nýju verki og stefnir á að setja upp “Bót og betrun” eftir Michael Cooney og undir leikstjórn Sigurðar Líndals. Eins og sést er kominn hinn myndarlegasti hópur leikara, en okkur mun vanta fólk til að hjálpa með leikmynd, smink, tæknimál, búninga, leikmuni og allt hitt sem fellur til. Áhugasöm eru hvött til að hafa samband!