December 27, 2024

Ballið á Bessastöðum ¤ 2016

„Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum,
eru ekki með hjartað á réttum stað.“

Ballið á Bessastöðum er bráðskemmtilegt leikrit fyrir börn á öllum aldri. Leikfélag Hólmavíkur setur verkið upp í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík. Höfundur verksins er Gerður Kristný og er það byggt á Bessastaðabókum hennar; Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum. Tónlistin eftir Braga Valdimar Skúlason og hann og Gerður Kristný eiga sameiginlega söngtexta sýningarinnar. Leikstjóri er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Ballið á Bessastöðum er dæmalaust gleðilegur söng- og gamanleikur fyrir börn og fullorðna þar sem við fáum innsýn í líf og störf forsetans og starfsfólks á Bessastöðum, kynnumst alvöru prinsessu og konungshjónum. Við förum í útilegu, brúðkaup, hittum landnámshænu og skoðum skýin.

Á Bessastöðum er alltaf nóg af draugagangi, kransakökum, fálkaorðum og fjöri!

Hefð er fyrir því að Grunn- og tónskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur leiði saman hesta sína annað hvert ár og setji á svið stórt verk í sameiningu. Samvinnan er býsna dýrmæt, enda er leikhúshefð afar rík á Hólmavík þar sem ungt fólk lærir snemma að stíga á svið og koma fram, sem aftur reynist þeim gott veganesti inn í framtíðina og stuðlar að öruggri endurnýjun hjá okkar öfluga áhugaleikfélagi.

Höfundur: Gerður Kristný

Pistill um höfundinn: Gerður Kristný Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 10.júní 1970, en móðir hennar er frá Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði á Ströndum. Gerður ólst upp í Háaleitishverfinu, gekk í Álftamýrarskóla og fór síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Gerður skrifar jöfnum höndum verk fyrir börn og fullorðna og hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð og leikrit auk annars efnis. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar, en meðal þeirra þekktustu eru: Marta smarta, Bátur með segli og allt, Myndin af pabba – Saga Thelmu, Blóðhófnir og ljóðabókin Strandir.

Tónlist: Bragi Valdimar Skúlason

Söngtextar: Gerður Kristný og Bragi Valdimar

Leikstjóri: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Pistill um leikstjórann: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir hefur tekið þátt í samstarfsverkefnum Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og meðal annars leikstýrt Kardimommubænum, Skollaleik, Jóladagatalinu og Dýrunum í Hálsaskógi. Hún samdi einnig leikritið Þrymskviða hin nýrri ásamt dóttur sinni Hörpu Hlín. Hrafnhildur býr á Hólmavík ásamt eiginmanni sínum Haraldi og saman eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Hún er einnig skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík og bóndi með kindur og hesta og auðvitað landnámshænur.

Persónur og leikarar: 

ForsetinnJón Jónsson
Halldóra ráðskonaIngibjörg Sigurðardóttir
Langi ritarinnElísabet Kristín Kristmundsdóttir
Brosmildi ritarinnGuðrún Sigurðardóttir
Krullótti ritarinnAlma Lind Ágústsdóttir
BréfberinnÚlfar Örn Hjartarson
BakaradraugurinnIngibjörg Jónsdóttir
PrinsessanBára Örk Melsted
KóngurinnSigurgeir Guðbrandsson
DrottninginMáney Dís Baldursdóttir
AuðurEster Sigfúsdóttir
Lárus AuðarsonJón Valur Jónsson
Grímur bóndiStefán Snær Ragnarsson
Kýrin LiljaHalldór Kári Þórðarson
DiskókýrnarGuðrún Júlína, Elísabet Kristín
og Alma Lind
Hallveig landnámshænaDaníel Freyr Newton
100 ára gömul konaSvanhildur Jónsdóttir
SöngvariSólrún Ósk Pálsdóttir

Tónlistarstjóri: 

Gunnur Arndís Halldórsdóttir

Tækni- og hljóðmaður:

Harpa Dögg Halldórsdóttir

Myndvarpastjórn: 

Ásta Þórisdóttir, Úlfar Örn Hjartarson

Lýsing:

Bjarki Guðlaugsson, Ásta Þórisdóttir

Ljósamaður:

Ingibjörg Emilsdóttir

Sviðsmynd og sýningartjald:

Ásta Þórisdóttir, Svanur Kristjánsson, Jón Gísli Jónsson

Búningar og leikmunir:

Svanhildur Jónsdóttir, Brynja Rós Guðlaugsdóttir, Ásdís Jónsdóttir

Hárgreiðsla og förðun: 

Kristín Lilja Sverrisdóttir, Birna Karen Bjarkadóttir, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Elísa Mjöll Sigurðardóttir, leikhópurinn

Sviðsmenn

Kristján Rafn Jóhönnuson, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Leikskrá: 

Salbjörg Engilbertsdóttir, Dagbjört Torfadóttir

Miðasölustjóri: 

Dagbjört Torfadóttir

Sýningar (6):

Frumsýning: Föstudaginn 18. mars, kl. 20:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík – hluti af Barnamenningarhátíð Vestfjarða
2. sýning: Sunnudaginn 20. mars, kl. 14:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
3. sýning: Þriðjudaginn 22. mars, kl. 18:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
4. sýning: Páskadag 27. mars, kl. 20:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
5. sýning: Fimmtudaginn 31. mars, kl. 18:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
Lokasýning: Sunnudaginn 3. apríl, kl. 15:00 – Dalabúð, Búðardal

Aðgangseyrir var 2.500 fyrir 14 ára og eldri en 1.500 fyrir 4-13 ára