December 27, 2024

Bak við tjöldin

Að mörgu þarf að huga þegar leikrit er sett upp. Allt þarf að gera í réttri tímaröð og mörgu að sinna svo leiksýning sé tilbúin þegar tjöldin eru dregin frá! Það þarf að byggja sviðsmynd, setja upp lýsingu, sjá um farða og hárgreiðslu á leikurunum og búningarnir þurfa að vera í lagi. Einhver gerir leikskrá og sér um miðasöluna, raðar upp í salnum og undirbýr alla skapaða hluti.