December 28, 2024

Aðalfundur og ný stjórn hjá Leikfélagi Hólmavíkur

Æsispennandi aðalfundur var haldinn hjá Leikfélagi Hólmavíkur 27. apríl og var um tugur leikfélaga viðstaddur. Þau tíðindi urðu á fundinum að ný stjórn tók við taumunum í félaginu, Anna Björg Þórarinsdóttir, Brynja Guðlaugsdóttir og Ester Sigfúsdóttir. Leystu þau af hólmi Guðlaugu G.I. Bergsveinsdóttur, Úlfar Örn Hjartarson og Jón Jónsson. Var nýrri stjórn vel fagnað á fundinum og eru leikfélagar eindregið hvattir til að aðstoða eins og framast er kostur við margvísleg verkefni. Jafnframt var stjórninni sem nú kveður þakkað fyrir ljómandi vel unnin störf.

Nýja stjórnin ætlar að takast glaðbeitt á við verkefnin framundan – Ester, Anna Björg og Brynja.
Gamla stjórnin fékk þakkir fyrir vel unnin störf og gladdist ákaflega yfir þeim – Jón, Gulla og Úlfar