Æsispennandi aðalfundur var haldinn hjá Leikfélagi Hólmavíkur 27. apríl og var um tugur leikfélaga viðstaddur. Þau tíðindi urðu á fundinum að ný stjórn tók við taumunum í félaginu, Anna Björg Þórarinsdóttir, Brynja Guðlaugsdóttir og Ester Sigfúsdóttir. Leystu þau af hólmi Guðlaugu G.I. Bergsveinsdóttur, Úlfar Örn Hjartarson og Jón Jónsson. Var nýrri stjórn vel fagnað á fundinum og eru leikfélagar eindregið hvattir til að aðstoða eins og framast er kostur við margvísleg verkefni. Jafnframt var stjórninni sem nú kveður þakkað fyrir ljómandi vel unnin störf.