December 28, 2024

Aðalfundur Leikfélags Hólmavík, mið. 27. apríl, kl. 20, í Hnyðju

Frá uppsetningu á Gott kvöld – það sofnar enginn á aðalfundi hjá LH 😉 því getum við lofað!

Í samræmi við lagabreytingar sem gerðar voru á síðasta aðalfundi Leikfélagsins í október, verður aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur 2022, haldinn í Hnyðju á Hólmavík og hefst kl. 20, miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi. Þar verður m.a. til skemmtunar að kosin verður ný stjórn og komandi verkefni rædd. Hefðbundin aðalfundarstörf eru einnig á dagskránni:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Nýir félagar boðnir velkomnir
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins
Afgreiðsla lagabreytinga
Umræður um næsta leikár
Kosningar stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Önnur mál