Einþáttungurinn Á sama bekk var einn af þremur leikþáttum sem leiknir voru í Kaffileikhúsinu á Café Riis sumarið 1996. Þetta stutta leikrit eftir Sævar Sigurgeirsson er hrein snilld. Það fjallar um eldra fólk sem sest á sama bekk í almenningsgarði. Þau taka tal saman og fljótlega kemur ýmislegt sem engan hafði órað fyrir í ljós.
Leikskráin sem gerð var fyrir uppsetninguna vakti mikla athygli. Hún var mikið föndurverk, handskrifuð og varla stærri en meðalfluga.
– Okkur vantar myndir af þessum leikþætti –
Höfundur:
Sævar Sigurgeirsson.
Sviðsmynd og leikstjórn:
Ýmsir sem áttu leið fram hjá bekknum.
Hvíslari, ljós og fleira slíkt:
Jón Jónsson og fleiri.
Persónur og leikendur:
Gömul kona | Ester Sigfúsdóttir |
Gamall maður | Sigurður Atlason |
Sýningar (3):
- Hólmavík (Café Riis) – 8. ágúst 1996
- Djúpavík – 10. ágúst 1996
- Hólmavík (Café Riis) – 15. ágúst 1996