Skilaboðaskjóðan segir frá Putta og Möddumömmu sem eiga heima í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Þegar Nátttröllið rænir Putta til að breyta honum í tröllastrák, sameinast allir íbúar skógarins um að bjarga honum áður en sólin sest. En nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr.
Ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan er byggður á samnefndri bók Þorvaldar Þorsteinssonar sem kom út árið 1986 og naut mikilla vinsælda. Söngleikurinn var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í október 1993 og sló eftirminnilega í gegn. Jóhann G. Jóhannsson samdi tónlist fyrir verkið við texta Þorvaldar.
Persónur og leikendur:
Nornin……………………………………………………………………………..Andrea Messíana
- Kýs að segja ekki hve gömul hún er. Áhugamál hennar er að borða börn.
Nátttröllið ………………………………………………………………………………….Andri Már - 1017 ára tröll sem hatar sólina því að þá verður hann að steini en leiðist einum uppí tröllafjalli og stelur litlum strákum til að gera að tröllastrákum.
Kráka……………………………………………………………………………………………Bára Örk - Stundum feimin en annars svolítið ógnvekjandi og frökk.
Litli dvergur …………………………………………………………………………………Birta Rut - 95 ára og elskar að búa til graut en skilur samt ekki af hverju hann þarf að gera allt.
Maddamamma……………………………………………………………………….Branddís Ösp - Fertug saumakona sem elskar allt og alla.
Gréta ……………………………………………………………………………………….. Elísa Mjöll - 10 ára stelpa. Nammi er það besta sem hún fær og hún elskar bróður sinn, Hans.
Dreitill ……………………………………………………………………………………. Eyrún Björt - 150 ára skógardvergur sem flytur mikilvæg skilaboð á milli ævintýrapersóna. Hann ber höfuðið hátt en getur stundum verið pínu gleyminn.
Snigill njósnadvergur ………………………………………………………………. Halldór Kári - 228 ára kvefaður dvergur með astma en er samt alltaf á hlaupum.
Þvottabjörn …………………………………………………………………………………Ingibjörg - Finnst gaman að leika sér í náttúrunni við hin dýrin.
Sólin ………………………………………………………………………………………………….. Íris - Gul og falleg, elskar lífið og er alltaf brosandi.
Stóri dvergur ……………………………………………………………………………. Ísak Leví - 306 ára, sumsé elsti dvergurinn sem hefur alltaf rétt fyrir sér.
Hans ……………………………………………………………………………… Jamison Ólafur
- 10 ára strákur sem elskar nammi út af lífinu og á systur sem heitir Gréta.
Íkorni……………………………………………………………………………………….Jón Valur - Lítill og elskar hnetur
Klettur………………………………………………………………………………Kristný Maren - Gamall, grár og alltaf í fýlu.
Skemil uppfinningadvergur ……………………………………………… Kristófer Birnir - 200 ára og finnst skemmtilegast að finna upp eitthvað nýtt. Hann er ánægðastur með nýjustu uppfinninguna sína, Skilaboðaskjóðuna og elskar að sofa.
Tré…………………………………………………………………………………………Máney Dís - Gamalt og oftast mjög þreytt.
Stjúpan ……………………………………………………………………………. Sigfús Snævar - 41 árs og þolir ekkert minna en hrukkur. Hugsar bara um útlitið og ekkert annað.
Mjallhvít …………………………………………………………………………….. Silja Dagrún - 17 ára ofdekruð prinsessa sem er mjög dramatísk og heldur að hún sé aðal söguhetjan.
Rauðhetta ……………………………………………………………………………. Sólrún Ósk - 12 ára stelpa sem finnst gaman að vera úti að leika sér og hjálpa öðrum. Hún þolir ekki hvað úlfurinn er alltaf að elta hana.
Úlfurinn ………………………………………………………………………. Sunneva Guðrún - 30 ára, rosa lady´s man. Hann elskar að hræða góða fólkið og þolir ekki litlu dýrin (nema þvottabjörninn, hann er fínn).
Putti …………………………………………………………………………………… Trausti Rafn - 8 ára gutti sem gleymir sér í sínum eigin draumaheimi og langar að verða alvöru hetja.
Hljómsveit …………………….. Harpa Dögg gítar, Kristín Lilja flauta, Gunnur Arndís trommur/bassi/söngur, Michael ýmis hljóðfæri, Guðjón Alex píanó/óveðurstromma, Hildur ýmis hljóðfæri.
Fólkið bak við tjöldin
Leikstjóri………………………………………………………………………….Esther Ösp
Tónlistarstjóri……………………………………………………………………….. Hildur
Aðstoðarleikstjóri ……………………………………………………….. Laufey Heiða
Tæknifólk ……………………………. Benedikt, Númi Leó, Guðjón Alex, Borgar
Ljós ………………………………………………………………………Bjarki Hólm, Einar
Sviðsmynd ……………………………………………..Svanur, Ásta og leikhópurinn
Förðun og hár ……………… Kristín Lilja, Laufey Heiða, Svanhildur, Salbjörg
Búningar og leikmunir ………………… Svanhildur, Bára Örk, Ester, Salbjörg
Sviðsstjóri……………………………………………………………………………. Dagrún
Sviðsmaður…………………………………………………………………………Sigurgeir
Leikskrá auglýsingar og veggspjöld ……………. Ingibjörg, Íris og Sigurgeir
Ljósmyndir ……………………………………………………………………………….. Jón
Aðstoð við sviðshreyfingar………………………………………………….Jón Pétur
Miðasala………………………………………………………………………………….Ester
Sælgætissala……………………………………………………………….Róbert Fannar
Ýmis aðstoð……………………………………………………………..Eiríkur, Dagbjört
Um leikskáldið
Skilaboðaskjóðan var fyrsta leikrit Þorvaldar Þorsteinssonar í fullri lengd. Þorvaldur Þorsteinsson fæddist 7. nóvember 1960 á Akureyri. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1977 – 1981, lauk prófi frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987 og frá Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi 1989. Veturinn 1981–1982 nam hann við heimspekideild Háskóla Íslands.
Þorvaldur skrifaði fjölda leikverka fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Hann starfaði jöfnum höndum sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hann lést 23. febrúar 2013 aðeins 52 ára að aldri.
„Frétt – ímynduð þörf byggð á raunverulegri sögu. Ævintýri – ímynduð saga byggð á raunverulegri þörf.“
Þorvaldur Þorsteinsson
„Ævintýri eru þess vegna enginn tilviljanakenndur tilbúningur, þegar allt kemur til alls. Miklu fremur skiljanleg og skemmtileg leið til að koma reiðu á raunveruleikann.“
Þorvaldur Þorsteinsson
Leikstjórinn
Esther Ösp steig sín fyrstu skref á leiksviði 8 ára gömul. Þá lék hún litla stelpu í uppsetningu Borgarleikhússins á Línu Langsokk og smitaðist af heiftarlegri leikhúsbakteríu. Alla tíð síðan hefur hún nýtt þennan áhuga sinn til að nema sviðslistir og söng og tekið virkan þátt í ýmsum áhugaleikfélögum og listahópum, komið víða fram og keppt í fjölda hæfileikakeppna á vegum skóla og félagsmiðstöðvasamtaka. 14 ára starfaði hún í Íslandsleikhúsinu, farandleikhóp sem ferðaðist um Ísland með fjölþættar uppákomur, samdi leikrit og setti Litla Prinsinn á svið í Borgarleikhúsinu. 16 ára starfaði Esther með Ofleik og tók þar þátt í að semja og setja upp verkið Date þar sem hún lék einnig fjölda hlutverka. 18 ára bjó Esther í Mexíkó og tók þar þátt í uppsetningu á stærðarinnar söngleik sem sigraði landskeppni á sviði leiklistar. Samhliða þessu hefur Esther tekið þátt í uppfærslum Fúríu, leikfélags Kvennaskólans, og leikið og unnið að fjölda stuttmynda og heimildamynda í samráði við nemendur Kvikmyndaskóla Íslands. Esther Ösp leikstýrir nú sínu fyrsta verki.
Veturinn hefur sannarlega verið viðburðarríkur. Í haust settu ungmennin í leiklistarvali upp brot úr þremur sýningum sem þau langaði til að settar væru á svið í samstarfsverkefni Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskóla Hólmavíkur. Með lýðræðislegri kosningu varð Skilaboðaskjóðan fyrir valinu. Spennan var mikil og magnaðist stöðugt á meðan við kynntumst sögunni og umhverfi hennar betur. Hlutverkaskipanin var mikill hausverkur, enda unga fólkið okkar hæfileikaríkt og vinnusamt. Úr varð að hver einasti unglingur í Strandabyggð gegnir mikilvægu hlutverki í uppsetningu sýningarinnar með einum eða öðrum hætti. Með þessa hæfileika í höndunum og þennan fjölda unglinga var ekki rými fyrir aðra leikara og því er Skilaboðaskjóðan fyrsta samstarfssýningin á Hólmavík þar sem enginn fullorðinn leikari tekur þátt, að undanskildum nemendum framhaldsdeildar FNV, þrátt fyrir að hjálparkokkar og stjórnendur á ýmsum sviðum séu á öllum aldri. Mig langar til að þakka öllum viðkomandi fyrir frábært samstarf, einstaklega lærdómsríka reynslu og ótrúlegan dugnað. Sýninguna tileinka ég höfundi verksins, Þorvaldi Þorsteinssyni, sem lést langt fyrir aldur fram og átti eflaust mörg ævintýri ósögð. Takk fyrir mig.
Um tónskáldið
Jóhann G. Jóhannsson er fæddur 22. febrúar 1947 í Keflavík. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði árið 1965. Tónlistarferil sinn hóf hann með Skólahljómsveit Samvinnuskólans haustið 1963 og var hljómsveitarstjóri hennar 1964-65.
Jóhann gerðist tónlistarmaður að atvinnu árið 1966 með stofnun hljómsveitarinnar Óðmenn, sem söngvari og bassaleikari. Hann var í Óðmönnum þegar hann samdi tónlistina við Óla Popp – fyrsta íslenska popp-söngleikinn. Árið 1971 hélt hann sína fyrstu myndlistarsýningu og upp frá því vann hann jöfnum höndum að myndlist og tónlist.
Yfir 200 lög og textar hafa komið út eftir hann og hefur fjöldi þeirra notið mikilla vinsælda í flutningi ýmissa listamanna, auk hans sjálfs.
Jóhann lést 15. júlí 2013 aðeins 66 ára að aldri.
Tónlistarstjórinn
Hildur Heimisdóttir fæddist í Reykjavík og hóf tónlistarnám ung að árum. Hún lærði á selló frá 8 ára aldri og er sellóið aðalhljóðfæri hennar en hefur undanfarin misseri snúið sér að þjóðlagatónlist og langspilsleik í auknum mæli. Hildur stundaði framhaldsnám í sellóleik við LHÍ og fór um tíma í skiptinám til Turku, Finnlandi. Eftir að Bahcelornámi lauk flutti Hildur til Danmerkur til að stunda mastersnám í sellóleik og tónlistarkennslu. Mastersritgerð hennar fjallaði um langspil og íslenska fiðlu og hlaut hún hæstu mögulegu einkunn fyrir verkefnið.
Hildur starfaði sem sellóleikari og kennari í eitt ár í Danmörku eftir útskrift en fékk svo starf deildarstjóra við Grunn- og tónskólann á Hólmavík og flutti þá heim til Íslands.