Árið 2012 var ár samvinnu við Grunn- og tónskólana á Hólmavík og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Stuðmannasöngleikurinn Með allt á hreinu varð fyrir valinu, í leikgerð Arnars S. Jónssonar sem jafnframt var leikstjóri. Borgar Þórarinsson var tónlistarstjóri og á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk tóku þátt í þessum skemmtilega söngleiknum ásamt félögum í Leikfélaginu. Þrusugóð sýning sem gladdi bæði augu og eyru eldri og yngri áhorfenda.
Leiksýningin er byggð á samnefndri kvikmynd Stuðmanna.
Leikararnir í sýningunni voru alls 33 og að til viðbótar störfuðu 20 manns bak við tjöldin við sýninguna. Þetta er því ein fjölmennasta sýning sem Leikfélag Hólmavíkur hefur staðið fyrir.
Leikgerð og leikstjórn:
Arnar S. Jónsson
Tónlistarstjórn:
Borgar Þórarinsson
Framkvæmdastjórn:
Bjarni Ómar Haraldsson
Pistill frá leikstjóranum!
Uppsetning á leiksýningu byggir á góðri samvinnu og miklu trausti milli allra þátttakenda. Lærdómurinn af verkefninu fylgir mönnum ekki bara inn á leiksviðið, heldur út í lífið sjálft. Það hefur erið afar ánægjulegt að vinna að þessum lærdómi með nemendum Grunn- og Tónskólans á Hólmavík, stjórendum og starfsfólki skólans og öðrum aðstandendum við uppsetningu Með allt á hreinu.
Svo er hér að lokum blátt reiðhjól. Kannast einhver við það?
Persónur og leikarar:
Stuðmenn:
Frímann Flygering | Halldór Viðar Torfason |
Kristinn Styrkársson Proppé | Sigfús Snævar Jónsson |
Lars Himmelberg | Tómas Andri Arnarsson |
Baldvin Roy Pálmason | Theódór Þórólfsson |
Hafþór Ægissson | Guðmundur Ari Magnússon |
Skafti Sævarsson | Ísak Leví Þrastarson |
Dúddi rótari | Fannar Freyr Snorrason |
Gærur:
Harpa Sjöfn Hermundardóttir | Gunnur Arndís Halldórsdóttir |
Lilla | Margrét Vera Mánadóttir |
Herdís | Sara Jóhannsdóttir |
Inga | Brynja Karen Daníelsdóttir |
Bakraddagæra | Elísa Mjöll Sigurðardóttir |
Bakraddagæra | Eyrún Björt Halldórsdóttir |
Hekla, umboðsmaður | Stella Guðrún Jóhannsdóttir |
Bílstjóri og rótari | Ásdís Jónsdóttir |
Aðrir leikarar:
Sigurjón digri | Salbjörg Engilbertsdóttir |
Lögregla á balli | Andrea Messíana Heimisdóttir |
Fisksölustúlka | Ásdís Jónsdóttir |
Sigga, Silla og Solla sjoppudömur | Branddís Ösp Ragnarsdóttir, Kristín Lilja Sverrisdóttir og Laufey Heiða Reynisdóttir |
Barnsmóðir Hafþórs | Andrea Messíana Heimisdóttir |
Sonur Hafþórs trommara | Jón Gísli Jónsson |
Geimverur | Branddís Ösp Ragnarsdóttir, Eyrún Björt Halldórsdóttir, Elísa Mjöll Sigurðardóttir, Kristín Lilja Sverrisdóttir og Laufey Heiða Reynisdóttir |
Lögregluþjónar | Arnar S. Jónsson og Salbjörg Engilbertsdóttir |
Oliver Twist | Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson |
Fegurðardís í sal | Ásdís Jónsdóttir |
Töframaður | Símon Ingi Alfreðsson |
Fólk á gæruballi | Nemendur í 7. bekk |
Hljómsveitin:
Trommur | Borgar Þórarinsson |
Bassi | Brynja Karen Daníelsdóttir og Sara Jóhannsdóttir |
Gítar | Margrét Vera Mánadóttir og Gunnur Arndís Halldórsdóttir |
Hljómborð | Eyrún Björt Halldórsdóttir |
Bakraddir | Elísa Mjöll Sigurðardóttir og Eyrún Björt Halldórsdóttir |
Sviðsmynd, hönnun og gerð leikmuna:
Dagrún Magnúsdóttir
Sviðsmenn:
Benedikt Jónsson, Gunnar Már Jóhannsson, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, Sunneva Guðrún Þórðardóttir og Þórir Örn Jóhannsson
Baksviðsstjórn:
Alda Guðmundsdóttir og Dagrún Magnúsdóttir
Hljóð og tækni:
Bjarni Ómar Haraldsson, Guðfinnur Ragnar Jóhannsson, Alda Guðmundsdóttir
Förðun og hár:
Ingibjörg Birna Sigurðardóttir, Ingibjörg Elísa Fossdal, María Mjöll Guðmundsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Sigrún María Kolbeinsdóttir og leikhópurinn
Saumaskapur, leiktjöld og búningar:
Ingibjörg Birna Sigurðardóttir, Ingibjörg Elísa Fossdal og Dagrún Magnúsdóttir
Ljós:
Arnar S. Jónsson, Bjarki Hólm Guðlaugsson, Einar Indriðason, Ingibjörg Emilsdóttir og Kristín S. Einarsdóttir
Leikskrá, auglýsingar og markaðssetning:
Hildur Guðjónsdóttir
Umsjón með miðapöntunum:
Sigrún María Kolbeinsdóttir
Miðasala og sjoppa:
Ester Sigfúsdóttir og nemendur í 7. bekk
Sýningar (5):
Frumsýning: þriðjudaginn 27. mars, kl. 20
2. sýning miðvikudaginn 28. mars, kl. 20
3. sýning laugardaginn 7. apríl, kl. 20
4. sýning miðvkudaginn 11. apríl, kl. 20
Lokasýning, kraftsýning þar sem hækkað verður í botn, sunnudaginn 15. apríl, kl. 20.
Allar sýningarnar voru í Félagsheimilinu á Hólmavík.