December 28, 2024

Morð! 2017

Þjóðleikshópurinn á Hólmavík, leiklistarval Grunnskólans á Hólmavík í samvinnu við Leikfélags Hólmavíkur, sýndi leikritið Morð eftir Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamann) vorið 2017, nýjan einþáttung, sérstaklega skrifaðan fyrir Þjóðleik. Leikritið var frumsýnt á Hólmavík fyrir helgi og síðan var brunað á leiklistarhátíð Þjóðleiks á Norðurlandi og Vestfjörðum í Varmahlíð í Skagafirði og sýndar þar tvær sýningar. Myndin frá hátíðinni er fengin hjá Írisi Olgu Lúðvíksdóttur.

  • Ef einhver á fleiri myndir eða hefur yfirlit um leikara og fólkið bak við tjöldin viljum við endilega fá þær upplýsingar.

“Skemmtilegt leikrit um ömurlega niðurdrepandi hluti”

Í kynningu á leikritinu á heimasíðu Ævars Þórs er eftirfarandi lýsing á verkinu: “MORÐ! er leikrit um hóp af morðingjum sem hittast reglulega til að gorta. Fundirnir eru haldnir í ónefndum sal, þar sem kaffi og kökur eru alltaf á boðstólnum. Þessi fundur er þó örlítið öðruvísi en venjulega: Í fyrsta lagi er nýr morðingi mættur á svæðið – sem er alltaf gaman. Í öðru lagi finnst einn af eldri morðingjunum myrtur inni á klósetti – sem er eina reglan sem má ekki brjóta!”

Þjóðleikshátíð í Varmahlíð – ljósm. Íris Olga Lúðvíksdóttir

Leikstjóri: Ásta Þórisdóttir

Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Sýningar (5)

Frumsýning fimmtudaginn 27. apríl, kl. 20, Félagsheimilinu á Hólmavík
2. sýning 29. apríl, kl. 15:30 – Þjóðleikshátíð – Varmahlíð í Skagafirði
3. sýning 29. apríl, kl. 16:30 – Þjóðleikshátíð – Varmahlíð í Skagafirði
4. sýning 2. maí, kl. 20, Félagsheimilinu á Hólmavík
5. sýning 4. maí, kl. 20, Félagsheimilinu á Hólmavík

Aðgangseyrir var 1.000.- kr. Sýningin var ekki við hæfi yngri barna.