Dúkkulísa hét Þjóðleiksverkefnið sem sett var á svið á Hólmavík árið 2019 og stóð leiklistarvalið í Grunnskóla Hólmavíkur fyrir því ævintýri. Allar sýningarnar voru haldnar á Hólmavík að þessu sinni, vegna þess að Þjóðleikshátíð fyrir Vesturland og Vestfirði sameiginlega var einmitt haldin á Hólmavík 30. apríl – 1. maí. Þar sýndu fimm leikhópar íslensk leikverk.
Höfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Leikstjóri: Esther Ösp Valdimarsdóttir
Sex leikarar tóku þátt í verkefninu, sýningafjöldi var 5 og áætlað er að um 100 manns hafi mætt á sýningar.
ATH: Ef þið hafið myndir, leikskrá eða þátttakendalista úr leikritinu, þá endilega sendið okkur línu!
Sýningar (5)
Hólmavík, Þjóðleikshátíð, 30. apríl kl. 17:00
Hólmavík, Þjóðleikshátíð 1. maí kl. 12:30
Hátíðin og verkefnið nutu stuðnings frá Þjóðleikhúsinu, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Leikfélagi Hólmavíkur, Strandabyggð og Sparisjóði Strandamanna.