Kvikmyndin Grease er þekkt um heim allan og árið 2010 var komið að því að gera og sýna leikgerð af þessari vinsælu kvikmynd í samvinnu Leikfélags Hólmavíkur við Grunn- og tónskólann á Hólmavík.
Rokksöngleikurinn Grease var settur upp í leikstjórn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, en tónlistarstjóri var Stefán Steinar Jónsson. Leikendur voru flestir ungir að árum og í elstu fjórum bekkjum Grunnskólans. Sama átti við um hljómsveitina sem spilaði undir, sviðsmenn og fleiri. Nokkrir leikarar og fjölmargir sem unnu að umgjörð sýningarinnar komu svo frá Leikfélagi Hólmavíkur og þannig unnu kynslóðirnar saman að þessari skemmtilegu leiksýningu.
Uppsetningin á Grease fékk Lóuna – Menningarverðlaun Strandabyggðar, en þau voru veitt í fyrsta skipti á Hamingjudögum á Hólmavík sumarið 2010.
Höfundur: *
Leikstjóri: Jóhanna Ása Einarsdóttir
Tónlistarstjóri: Stefán Steinar Jónsson
Persónur og leikarar:
Hvíslari:
Lýsing:
Sviðsmynd:
Leikmunir og búningar:
Förðun:
Leikskrá:
Sýningar (5):
Fimmtudaginn 25. mars 2010 – Frumsýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20.00
Föstudaginn 26. mars 2010 – önnur sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20:00
Laugardaginn 27. mars 2010 – þriðja sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20.00
Fimmtudaginn 8. apríl 2010 – fjórða sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20:00
Föstudaginn 9. apríl 2010 – fimmta sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20:00