December 28, 2024

Viltu finna milljón? ¤ 2009

Leikritið sem sett var upp árið 2009 var hinn tryllti gamanleikur Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney, þar sem allt fer í hina mestu flækju áður en yfir lýkur. Leikstjóri var Arnar S. Jónsson sem áður hafði leikstýrt Frænku Charleys hjá félaginu. Það var Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi verkið á íslensku.

Höfundur: Ray Cooney

Leikstjóri: Arnar S. Jónsson

Persónur og leikarar:

Leikendur í farsanum eru Einar Indriðason og Ester Sigfúsdóttir (frá Siglufirði), Gunnar B. Melsted, Úlfar Örn Hjartarson, Ingibjörg Emilsdóttir, Jón Jónsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Matthías Sævar Lýðsson. Auk þeirra kemur fjöldi annarra að uppsetningunni.

Hvíslari:

Lýsing:

Sviðsmynd:

Leikmunir og búningar:

Förðun: Inga Sigurðar, Hildur Guðjónsdóttir

Leikskrá:

Sýningar (11):

Föstudaginn 24. apríl 2009 – Frumsýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20
Sunnudaginn 26. apríl 2009 – Önnur sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20
Föstudaginn 1. maí 2009 – Þriðja sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20
Laugardaginn 2. maí 2009 – Fjórða sýning, Félagsheimilinu á Hólmavík, kl. 20
Fimmtudaginn 22. maí 2009 – Fimmta sýning, félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20:00.
Föstudaginn 23. maí 2009 – í félagsheimilinu í Hrísey kl. 20:00.
Laugardaginn 24. maí 2009 – í Allanum Siglufirði kl. 20:00.
Föstudaginn 29. maí 2009 – í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:00
Laugaredaginn 6. júní 2009 – Frumleikhúsinu í Keflavík kl. 20:00
Sunnudaginn 7. júní 2009 – Brautartungu í Lundarreykjadal kl. 20:00
Þriðjudaginn 16. júní 2009 – Lokasýning, Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík, kl. 20:00.