Sýning Leikfélags Hólmavíkur veturinn 2004 var hinn tæplega 110 ára gamli farsi Frænka Charley´s eftir Brandon Thomas.
Frænka Charley´s hafði tvisvar áður lagt leið sína á Strandir svo vitað væri. Verkið var sýnt á Hólmavík árið 1953, og í Broddanesskóla 1984 af leikfélaginu Eldingu. Hérna getið þið kíkt inn á sérstaka síðu þeirri uppfærslu til heiðurs.
Nokkuð strembið var í þetta skipti að finna leikrit, leikstjóra og leikara. Það tókst ekki að ganga frá öllum þessu fyrr en í mars, en leikritið var frumsýnt seint í apríl, viku eftir páska. Mannekla varð til þess að leikstjórinn Arnar S. Jónsson, sem var að þreyta frumraun sína á því sviði, þurfti að taka að sér eitt hlutverkanna. Fjórir leikaranna höfðu aldrei stigið á svið með Leikfélaginu áður. Einar Indriðason lék sama hlutverk og hann gerði með Eldingu fyrir 20 árum. Hann virkaði bara yngri í þetta skiptið.
Sýningar gengu vel fyrir sig og lítið var um stóráföll þrátt fyrir ærslin og lætin sem einkenna verkið. Texti gleymdist í örfá skipti, aldrei þannig að áberandi væri, en annars var allt eins og blómstrið eina. Það vitum við því það var hlegið alveg óskaplega á öllum sýningunum. Fólk lá gjörsamlega úr hlátri hvar sem komið var við. Aðsókn að verkinu var góð og almenn ánægja ríkti með framtakið hjá þeim sem mættu.
Hlé var gert á sýningum í maí og síðan var lagst í ferðalög sem gengu vel. Æi, þetta gekk allt svooo vel.
Höfundur:
Brandon Thomas.
Þýðandi:
Úlfur Hjörvar.
Leikstjóri:
Arnar S. Jónsson.
Persónur og leikarar:
Jack Chesney | Jón Gústi Jónsson |
Charley Wykeham | Úlfar Hjartarson |
Fancourt Babberley | Einar Indriðason |
Sir Francis Chesney | Arnar S. Jónsson |
Stephen Spettique | Matthías Lýðsson |
Donna Lucia d´Alvadorez | Jórunn Helena Jónsdóttir |
Anna Spettique | Ingibjörg Birna Sigurðardóttir |
Kitty Verdun | Sigríður Einarsdóttir |
Ella Delahay | Ester Sigfúsdóttir |
Berta, þerna | Svanhildur Jónsdóttir |
Hvíslari:
Alda Guðmundsdóttir
Lýsing:
Arnar S. Jónsson
Einar Indriðason
Jón Ragnar Gunnarsson
Sviðsmynd:
Arnar S. Jónsson
Hafþór Þórhallsson
Jón Kristinn Vilhjálmsson
Leikmunir og búningar:
Kristín Sigmundsdóttir
Hulda Hrönn Guðmundsdóttir
…auk fjölda annarra
Förðun:
Salbjörg Engilbertsdóttir
Unnur Ingimundardóttir
Rúna Stína Ásgrímsdóttir
Hildur Guðjónsdóttir
… og fleiri
Leikskrá:
Kristín S. Einarsdóttir
Arnar S. Jónsson
Salbjörg Engilbertsdóttir
Sýningar (9):
Hólmavík, 22. apríl (sumardaginn fyrsta), kl. 20:00 – 74 áhorfendur.
Hólmavík, 23. apríl (föstudag), kl. 20:00 – 65 áhorfendur.
Drangsnesi, 26. apríl (mánudag), kl. 20:00 – 39 áhorfendur.
Hólmavík, 28. apríl (miðvikudag), kl. 20:00 – 90 áhorfendur.Árnesi, 1. maí (laugardag), kl. 20:00 – 30 áhorfendur.
Hólmavík, 28. maí (föstudagur) kl. 20:00 – 40 áhorfendur.
Króksfjarðarnesi, 4. júní (föstudag) kl. 20:00 – 60 áhorfendur.
Mosfellsbæ, 6. júní (sunnudag) kl. 19:30 – 65 áhorfendur.
Ketilási, 12. júní (laugardag) kl. 20:30 – 97 áhorfendur.