Þrymskviða hin nýrri var sett upp af 8.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík í samvinnu við Leikfélag Hólmavíkur á árshátíð skólans 2004. Leikritið er eftir tvo vel þekkta leikfélaga, mæðgurnar Hrafnhildi Guðbjörnsdóttir, sem þá var kennari við Grunnskólann, og Hörpu Hlín Haraldsdóttir, sem þá var kennaranemi.
Leikritið byggir á Eddukvæðinu Þrymskviðu þar sem þrumuguðinn Þór klæddist í kvenmannsbúning til að freista þess að ná hamrinum Mjölni aftur úr jötnahöndum. Loki Laufeyjarson kemur mjög við sögu og sama gildir um jötuninn Þrym og gyðjuna Freyju. Nútímanum er fléttað á skemmtilegan hátt inn í verkið.
Þrymskviða hin nýrri var sýnd á árshátíð skólans að viðstöddum um 240 gestum sem troðfylltu félagsheimilið á Hólmavík. Mjög margir tóku þátt í sýningunni, bæði í leikritinu sjálfu, tónlistarflutningi eða öðrum tengdum verkefnum og það er ekki vafi á að uppsetningin hefur verið mjög lærdómsrík fyrir marga. Félagar í Leikfélagi Hólmavíkur tóku virkan þátt í uppsetningunni með yngri kynslóðinni, bæði vinnu við umgjörð sýningarinnar, leik og leikstjórn.
Höfundar:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Harpa Hlín Haraldsdóttir
Leikstjóri:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Persónur og leikarar:
Þrymur Jötunsson | Sigurður Páll Jósteinsson |
Freyja Óðinsdóttir | Saga Ólafsdóttir |
Þór Óðinsson | Jóhannes Helgi Alfreðsson |
Loki Laufeyjarson | Jón Gústi Jónsson |
ÆSIR | |
Baldur Óðinsson | Jón Örn Haraldsson |
Heimdallur Óðinsson | Indriði Einar Reynisson |
Höður Óðinsson | Steinar Ingi Gunnarsson |
Sif Sjafnardóttir | Elín Ingimundardóttir |
Gná Óðinsdóttir | Björk Ingvarsdóttir |
Iðunn Óðinsdóttir | Herdís Huld Henrýsdóttir |
Sjöfn Óðinsdóttir | Þórdís Fjölnisdóttir |
ÞURSAR | |
Frenja Jötunsdóttir | Lára Kristjánsdóttir |
Angurboða Jötunsdóttir | Þorbjörg Matthíasdóttir |
Aurboða Jötunsdóttir | Aldís Ósk Böðvarsdóttir |
Bestla Bölþornsdóttir | Anna Þórunn Guðbjörnsdóttir |
Nótt Narfadóttir | Hekla Björk Jónsdóttir |
Gjálp Geirröðardóttir | Ingibjörg B. Hjartardóttir |
AÐRIR | |
Egill Spielberg | Egill Victorsson |
Unnur Lopez | Unnur Ingimundardóttir |
GESTALEIKARAR | |
Victor Örn Victorsson | Victor Örn Victorsson |
Kristján Sigurðsson | Kristján Sigurðursson |
Óðinn | Jón Gísli Jónsson |
Arnar Crystal | Arnar S. Jónsson |
Hljómsveit:
Tinna, Árdís, Hólmfríður, Ingólfur, Bjarki og Þórhallur. Bjarni Ómar Haraldsson hljómsveitarstjóri.
Tölvuvinnsla, leikskrá og aðgöngumiðar:
Jakob, Indriði, Steinar, Tinna, Ingibjörg, Jón Örn, Jói, Agnes, Jón Þór og Unnur Eva. Tölvutæknilegir yfirmenn: Kristján Sigurðsson og Kristín Sigurrós Einarsdóttir.
Lýsing:
Jón Þór og Egill. Listrænir stjórnendur: Einar Indriðason, Jón Ragnar Gunnarsson.
Sviðsmynd og leikmunir:
Jakob, Júlíus, Jón Þór, Anna Þórunn, Unnur I og Aldís. Listrænn stjórnandi: Hafþór Ragnar Þórhallsson.
Búningar, förðun og hárgreiðsla:
Unnur Eva, Unnur I, Tinna, Árdís, Anna Þórunn og Agnes. Listrænir yfirmenn: Inga Foss, Anna Birna, Hildur G. og Salbjörg.
Sérstakar þakkir:
Arnar S. Jónsson og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Einar Indriðason, Jón Ragnar Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, starfsfólk Grunnskólans og Tónskólans.
Sýningar (1):
Hólmavík – 18. mars – um 240 áhorfendur