Leikritið Skjaldhamrar var sett upp vorið 1990 eftir langa yfirlegu þar sem verk Jónasar og Jóns Múla Árnasonar voru tekin til rækilegrar skoðunar. Undirbúningsvinnan gekk mjög vel og mikið var lagt í búninga og sviðsmynd. Sýningar voru vel sóttar og uppsetningin þótti mjög góð.
Að sjálfsögðu var farið í stórsögulegt leikferðalag með þetta meistarastykki og lá leiðin um Vestfirði í vikulangri ferð. Þegar leið að ferðinni fór njósnarinn Ómar Pálsson heldur að óróast enda var mikil smíðavinna í gangi á Ströndum á þessum tíma. Að lokum varð það að ráði að Halldór Jónsson var fenginn til að hlaupa í skarðið og leika njósnara í leikferðinni. Var hann æfður upp í rulluna á mettíma og haldin opin æfing á Hólmavík 2 dögum áður en lagt var upp.
Rúta varð leigð hjá Guðmundi Jónassyni og Kormákur vitavörður settist undir stýri. Efftir sýningu á Patreksfirði var ekið í einum rykk í Engidal við Skutulsfjörð og sett upp bækistöð þar í húsi sem Orkubú Vestfjarða lánaði Leikfélaginu endurgjaldslaust. Þaðan var ekið á hverjum morgni á þá þrjá sýningarstaði sem eftir voru. Margir eiga skemmtilegar minningar úr Engidalsdvölinni og á Orkubúið þakkir skyldar.
– Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu –
Höfundur:
Jónas Árnason.
Leikstjóri:
Arnlín Óladóttir.
Leikarar:
Katrín Stanton | Ester Sigfúsdóttir |
Kormákur vitavörður | Einar Indriðason |
Páll Daniel Nielsen | Halldór Jónsson Ómar Pálsson |
Major Stone | Gunnar Jónsson |
Korporállinn | Jón Jónsson |
Birna | Hafdís Kjartansdóttir |
Hvíslarar:
Stefanía Halldórsdóttir og Ásdís Jónsdóttir.
Förðun:
Salbjörg Engilbertsdóttir og María Guðbrandsdóttir.
Ljósa- og hljóðmenn:
Jóhann L. Jónsson og Bjarki Guðlaugsson.
Leikmynd, búningar, lýsing o.fl.:
Ásmundur Vermundsson, Magnús Rafnsson, Benedikt Grímsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Eysteinn Gunnarsson, Gunnar Grímsson, Haraldur Jónsson, Arnlín Óladóttir og Sævar Benediktsson.
Sýningar (14):
Hólmavík – 11. apríl
Hólmavík – 14. apríl
Hólmavík – 16. apríl
Drangsnes – 20. apríl
Broddanes – 28. apríl
Hólmavík – 1. júní
Hólmavík – 2. júní
Tjarnarlundur – 16. júní
Króksfjarðarnes – 17. júní
Patreksfjörður – 18. júní
Bolungarvík – 19. júní
Suðureyri – 20. júní
Flateyri – 21. júní
Árnes – 23. júní