December 28, 2024

Það er list að lifa ¤ 1991 

Það er list að lifa nefndist vetrarverkefni Leikfélags Hólmavíkur á 10 ára afmæli leikfélagsins. Þar var á ferðinni dagskrá sem var samansett úr þremur gjörólíkum leikþáttum sem allir snerust þó um listina að lifa.

Fyrst má nefna þáttinn Staður og stund sem var grafalvarlegt sjálfsmorðsdrama, næst var sakamálaleikritið Náttgalabær sem er leikgerð eftir smásögu Agötu Christie og loks sprellið og þjóðfélagsádeilan Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt!

Vísdómsorð úr leikskránni: 

„Illa gekk að manna leikritin að þessu sinni og mættu Hólmvíkingar gjarnan hugsa sinn gang og ganga síðan til liðs við Leikfélagið, því það er líka list að lifa fyrir lítil leikfélög sem hafa lifandi list að leiðarljósi, og minnist þess að margar hendur vinna létt verk og löðurmannlegt og lífið verður leikandi létt og liðugt á löngum kvöldum og leikfélagið léttir lífsróðurinn og heldur lífi í litlum byggðarlögðum.”

Ljósamaður:

Bjarki Guðlaugsson

Búningar: 

Svanhildur Jónsdóttir

Leikmynd:

Ómar Pálsson, Ásmundur Vermundsson og Jóhann Magnússon

Sérstakar þakkir: 

Haddi Jóns, Björk Jóhanns, Stebbi Gísla, Árdís Björk, Gunnar Jó og Guð fyrir góða veðrið

Sýningar (7):

Hólmavík – 19. apríl
Hólmavík – 21. apríl
Hólmavík – 23. apríl
Sævangur – 26. apríl
Drangsnes – 7. maí
Árnes – 14. júní
Króksfjarðarnes – 15. júní

Þátturinn Staður og stund var einnig sýndur á Bandalagsþingi þetta ár.