December 28, 2024

Karlinn í kassanum ¤ 2001 

Óvenju breiður aldurshópur tók þátt í uppsetningunni á Karlinum í kassanum, skemmtilegum gamaldags farsa. Sá elsti í leikarahópnum var 69 ára en sá yngsti 14 ára. Tíu leikarar fóru með tólf hlutverk. Arnlín Óladóttir leikstýrði á allnokkrum æfingum, en að hluta til fóru æfingarnar fram stjórnlaust. Æft var og sýnt í Sævangi og gekk bara býsna vel, þó að stundum væri dálítið kalt í húsinu á æfingatímanum. 

Leikhópurinn eftir sögulega sýningu í Árneshreppi 😉

Frumsýning var reyndar í bráðri hættu því einn leikarinn, hæstaréttarlögmaðurinn Sverrir Guðbrandsson, var veðurtepptur við snjómokstur norður í Árneshreppi í nærri viku fyrir frumsýningu. En allt hafðist þetta nú að lokum.

Og aðsóknin hefur aldrei verið betri hjá Leikfélagi Hólmavíkur. Fullyrða má að það hafi einmitt komið sér mjög vel því staðan í kassanum var ekkert sérstök. Farið var í ferðir með stykkið, á Drangsnes, í Króksfjarðarnes og norður í Árnes.

Höfundar: 

Arnold og Bach

Leikstjóri:

Arnlín Óladóttir.

Persónur og leikarar:

Pétur P.P. MörlandEinar Indriðason
María MörlandSvanhildur Jónsdóttir
DollýMaría Mjöll Guðmundsdóttir
TótaSigurrós Þórðardóttir
Mr. Goodman Ólsen (Búlli)Vignir Örn Pálsson
PrófasturinnÁskell Benediktsson
Friðmundur FriðarJón Jónsson
HæstaréttardómarinnSverrir Guðbrandsson
Anna
Sólveig
Stefanía Jónsdóttir
Boy
Baldur
Andri Freyr Arnarson

Hvíslarar:

Þuríður Friðriksdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir

Förðun og hárgreiðsla:

Salbjörg Engilbertsdóttir og Lára G. Agnarsdóttir

Leikmynd, búningar, lýsing o.fl.:

Arnlín Óladóttir, Magnús Rafnsson, Hrönn Magnúsdóttir, Þuríður Friðriksdóttir

Leikskrá:

Salbjörg Engilbertsdóttir og Steinunn B. Halldórsdóttir

Sýningar (7):

Sævangur – 12. apríl, fimmtudagur (skírdagur)
Sævangur – 14. apríl, laugardagur
Sævangur – 16. apríl, mánudagur
Sævangur – 1. júní, föstudagur
Króksfjarðarnes – 4. júní, mánudagur
Drangsnes – 7. júní, fimmtudagur
Trékyllisvík – 9. júní, laugardagur