![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/MDPZCTEI.jpeg)
Blessað barnalán er gamanleikur í fjórum þáttum eftir leikarann, leikstjórann og leikskáldið Kjartan Ragnarsson. Verkið skrifaði Kjartan árið 1977 og var staðsett í litlu þorpi austur á landi. Leikfélag Hólmavíkur hefur áður tekið verkið til sýningar. Það var árið 1983 og vakti þá mikla lukku. Leikhópurinn fékk góðfúslegt leyfi höfundar til að færa verkið landshluta á milli og staðsetja það nær okkur í tíma og rúmi.
Við lítum inn á heimili mæðginanna Þorgerðar og Inga. Þar sem sumarfríið sem þau höfðu skipulagt með allri fjölskyldunni fór út um þúfur, brá Þorgerður sér af bæ og skellti sér í skemmtiferð með kvenfélagi staðarins. Ingi, sonur hennar, er afar leiður yfir þessum misheppnuðu plönum og tekur til sinna ráða til að ná systkinum sínum í heimsókn.
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4693-1-768x1024.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4696-1-1024x768.jpg)
Uppstillingin var óvenjuleg, áhorfendur sátu á pöllum á sviðinu í mikilli nálægð við leikarana. Þegar skvettist úr hlandkoppnum á sviðinu, fór smávegis yfir þá. Ekki var farið í leikferð að þessu sinni.
Myndir frá æfingum og generalprufu (ljósm. Eiríkur Valdimarsson)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4713-1024x768.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4725-1024x768.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4740-1024x768.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4762-1024x575.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4766-1024x880.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4768-1024x575.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4702-1024x768.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4774-1024x575.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4783-1024x575.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4796-1024x575.jpg)
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/IMG_4927-1024x768.jpg)
Guðbjörg Ása leikstjóri
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/n468Xxik.jpeg)
Leikstjóri sýningarinnar að þessu sinni er Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir. Guðbjörg er menntuð leikkona frá Rose Bruford College í London. Síðan 2010 hefur hún verið meðlimur í alþjóðlega leikhópnum Bred in the Bone Theatre Laboratory, en með honum hefur hún leikið í verkunum “She is Lear”, “She is Macbeth” og “21 Windmills”. Hingað til hefur hópurinn dvalið við æfingar og sýningar á Englandi, Frakklandi, Póllandi og Grikklandi, en vonast til að komast til Íslands í náinni framtíð.
Auk leikstarfa var Guðbjörg einnig meðhöfundur sýninganna “We Are Not Happy Clowns” (Fake ID, London 2010) og “Gudda – An Epic Tale” sem sýnd var á Lókal – alþjóðlegri sviðslistahátíð í Reykjavík 2014, en hana vann hún í samstarfi við sviðslistakonuna Völu Höskuldsdóttur. Guðbjörg hefur haldið leiklistarnámskeið, bæði hér á landi og erlendis, kennt börnum og unglingum leiklist hjá Sönglist — leiklistarskóla Borgarleik-hússins, sem og þjálfað fagfólk í leiktúlkun. Um árabil hefur Guðbjörg verið lesari hjá Hljóðbókasafni Íslands og lesið inn á fjölda bóka. Guðbjörg flutti nýlega til Hólmavíkur.
Persónur og leikendur
Ingi | Kristbergur Ómar Steinarsson |
Binni | Jón Jónsson |
Séra Benedikt | Svanur Kristjánsson |
Lóa | Ester Sigfúsdóttir |
Addi | Daníel Freyr Newton |
María | Kristín Lilja Sverrisdóttir |
Erla Dögg | Esther Ösp Valdimarsdóttir |
Þóra | Ingibjörg Emilsdóttir |
Þorgerður | Svanhildur Jónsdóttir |
Tryggvi Ólafur | Jón Jónsson |
Tryggvi læknir | Ágúst Þormar Jónsson |
Biskupinn | Ágúst Þormar Jónsson |
Tæknimálin
Tæknistjóri og hljóð: Gunnur Arndís Halldórsdóttir
Ljós: Ingibjörg Emilsdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir
Hár og förðun: Kristín Lilja Sverrisdóttir, Steinunn Eysteinsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Birna Karen Bjarkadóttir
Sviðsmynd og fleira: Gunnar Bragi Magnússon, Valgeir Örn Kristjánsson, Vilhjálmur John Gray, Elín Victoría Gray, leikhópurinn og stjórn leikfélagsins
Miðasala og sjoppa: Vilhjálmur John Gray, Elín Victoría Gray, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir, Róbert Máni Newton, Valdimar Kolka Eiríksson, Dagbjört Hildur Torfadóttir
Sérstakar þakkir: Hjörtur í Pakkhúsinu, Café Riis, Geislinn, Hólmavíkurkirkja, Árdís Rut Einarsdóttir, fjölskyldur, vinir og aðrir bakhjarlar!
Sýningar (5)
4. nóv. 2016, frumsýning, föstudag kl. 20:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
6. nóv. 2016, sunnudag kl. 20 – Félagsheimilinu á Hólmavík
8. nóv. 2016, þriðjudag kl. 20 – Félagsheimlinu á Hólmavík
18. nóv. 2016, föstudag kl. 20 – Félagsheimilinu á Hólmavík
20. nóv. 2016, sunnudag kl. 16 – Félagsheimilinu á Hólmavík
Miðaverð 3.000 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir börn 14 ára og yngri.
![](https://leikholm.is/wp-content/uploads/2022/03/blessadbarnalan1-1024x768.jpg)