February 5, 2025

Blessað barnalán ¤ 2016

Blessað barnalán er gamanleikur í fjórum þáttum eftir leikarann, leikstjórann og leikskáldið Kjartan Ragnarsson. Verkið skrifaði Kjartan árið 1977 og var staðsett í litlu þorpi austur á landi. Leikfélag Hólmavíkur hefur áður tekið verkið til sýningar. Það var árið 1983 og vakti þá mikla lukku. Leikhópurinn fékk góðfúslegt leyfi höfundar til að færa verkið landshluta á milli og staðsetja það nær okkur í tíma og rúmi.

Við lítum inn á heimili mæðginanna Þorgerðar og Inga. Þar sem sumarfríið sem þau höfðu skipulagt með allri fjölskyldunni fór út um þúfur, brá Þorgerður sér af bæ og skellti sér í skemmtiferð með kvenfélagi staðarins. Ingi, sonur hennar, er afar leiður yfir þessum misheppnuðu plönum og tekur til sinna ráða til að ná systkinum sínum í heimsókn.

Uppstillingin var óvenjuleg, áhorfendur sátu á pöllum á sviðinu í mikilli nálægð við leikarana. Þegar skvettist úr hlandkoppnum á sviðinu, fór smávegis yfir þá. Ekki var farið í leikferð að þessu sinni.

Myndir frá æfingum og generalprufu (ljósm. Eiríkur Valdimarsson)

Guðbjörg Ása leikstjóri

Leikstjóri sýningarinnar að þessu sinni er Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir. Guðbjörg er menntuð leikkona frá Rose Bruford College í London. Síðan 2010 hefur hún verið meðlimur í alþjóðlega leikhópnum Bred in the Bone Theatre Laboratory, en með honum hefur hún leikið í verkunum “She is Lear”, “She is Macbeth” og “21 Windmills”. Hingað til hefur hópurinn dvalið við æfingar og sýningar á Englandi, Frakklandi, Póllandi og Grikklandi, en vonast til að komast til Íslands í náinni framtíð.

Auk leikstarfa var Guðbjörg einnig meðhöfundur sýninganna “We Are Not Happy Clowns” (Fake ID, London 2010) og “Gudda – An Epic Tale” sem sýnd var á Lókal – alþjóðlegri sviðslistahátíð í Reykjavík 2014, en hana vann hún í samstarfi við sviðslistakonuna Völu Höskuldsdóttur. Guðbjörg hefur haldið leiklistarnámskeið, bæði hér á landi og erlendis, kennt börnum og unglingum leiklist hjá Sönglist — leiklistarskóla Borgarleik-hússins, sem og þjálfað fagfólk í leiktúlkun. Um árabil hefur Guðbjörg verið lesari hjá Hljóðbókasafni Íslands og lesið inn á fjölda bóka. Guðbjörg flutti nýlega til Hólmavíkur.

Persónur og leikendur

IngiKristbergur Ómar Steinarsson
BinniJón Jónsson
Séra BenediktSvanur Kristjánsson
LóaEster Sigfúsdóttir
AddiDaníel Freyr Newton
MaríaKristín Lilja Sverrisdóttir
Erla DöggEsther Ösp Valdimarsdóttir
ÞóraIngibjörg Emilsdóttir
ÞorgerðurSvanhildur Jónsdóttir
Tryggvi ÓlafurJón Jónsson
Tryggvi læknirÁgúst Þormar Jónsson
BiskupinnÁgúst Þormar Jónsson

Tæknimálin

Tæknistjóri og hljóð: Gunnur Arndís Halldórsdóttir

Ljós: Ingibjörg Emilsdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir

Hár og förðun: Kristín Lilja Sverrisdóttir, Steinunn Eysteinsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Birna Karen Bjarkadóttir

Sviðsmynd og fleira: Gunnar Bragi Magnússon, Valgeir Örn Kristjánsson, Vilhjálmur John Gray, Elín Victoría Gray, leikhópurinn og stjórn leikfélagsins

Miðasala og sjoppa: Vilhjálmur John Gray, Elín Victoría Gray, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir, Róbert Máni Newton, Valdimar Kolka Eiríksson, Dagbjört Hildur Torfadóttir

Sérstakar þakkir: Hjörtur í Pakkhúsinu, Café Riis, Geislinn, Hólmavíkurkirkja, Árdís Rut Einarsdóttir, fjölskyldur, vinir og aðrir bakhjarlar!

Sýningar (5)

4. nóv. 2016, frumsýning, föstudag kl. 20:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
6. nóv. 2016, sunnudag kl. 20 – Félagsheimilinu á Hólmavík
8. nóv. 2016, þriðjudag kl. 20 – Félagsheimlinu á Hólmavík
18. nóv. 2016, föstudag kl. 20 – Félagsheimilinu á Hólmavík
20. nóv. 2016, sunnudag kl. 16 – Félagsheimilinu á Hólmavík

Miðaverð 3.000 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir börn 14 ára og yngri.