Ákveðið var að ráðast í það stórvirki að setja Stellu í orlofi á svið. Þessi magnaða kvikmynd kom út 1986 og hefur lifað með þjóðinni og fjöldi orðatiltækja á rætur þar. Til þess að þetta væri hægt þurfti að gera nýja leikgerð fyrir svið og var leikstjórinn Gunnar Gunnsteinsson fenginn til að gera leikgerðina ásamt leikhópnum. Mikið var í lagt, samvinna við Grunnskólann og Tónskólann, auk þess sem hljómsveit tók þátt í sýningunni.
Hér má finna viðtal sem Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og útvarpskona í Hveravík tók við leikstjórann Gunnar Gunnsteinsson eftir frumsýninguna.
Myndir úr leiksýningunni (ljósm. Bragi Þór Valsson)
Aðeins var hægt að sýna leikritið tvisvar sinnum áður en hlé var gert vegna Covid sem hélt þá innreið sína í landið. Ekki tókst að taka verkið upp og halda sýningum áfram. Voru það mikil vonbrigði, bæði fyrir leikhópinn og alla þá sem áttu eftir að sjá leikritið. Fyrirhugaðar höfðu verið fimm sýningar á Hólmavík og leikferð á Hvammstanga. Þetta kom líka illa við fjárhaginn hjá leikfélaginu, því um var að ræða kostnaðarsama uppsetningu og ekki var búið að taka verkið upp á vídeó þegar hætta varð sýningum. Því fékkst ekki fullur styrkur frá Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Pistill frá leikstjóra – Gunnar Gunnsteinsson
Að nálgast það verkefni að búa til sviðsverk úr einni ástsælustu bíómynd Íslendinga, Stellu í orlofi er mikil áskorun. Hvað er rökrétt við það að Lionsklúbbur og flugstjórar berjist með bláberjum, laxi, skotvopnum og bjór úti í miðri á? Eða að engin fatti að Svíinn sé á leið í meðferð en ekki meðíferð? Hvar er programmed? Hver er þessi danska kona sem er alltaf og allstaðar? Og Goggi bara einn á ferð í sveitinni, brotinn á báðum og með sárabindi um sig miðjan? Lionsklúbburinn Kiddi að selja skeinipappír úti í sveit? Við seljum ekki landbúnaðarvörur á bóndabæ? Laxeldi sem enginn veit af? Og síðast en ekki síst, að Stella okkar allra nái að halda geðinu í öllu hafaríinu sem dynur á henni? Ekkert!
En af hverju elskum við hana Stellu okkar samt svona mikið? Hver hefur ekki lent í partýi þar sem nokkrir leika orðrétt frasana úr myndinni? Jú þetta hefur með þjóðarsálina að gera – alla okkar kosti og galla. Við reddum hlutunum, erum bullandi meðvirk, neitum að hlusta á neikvæðni og aðvaranir, allir eru á leiðinni í meðferð, að koma úr meðferð eða að senda aðra í meðferð. Hvað hefur breyst síðan 1986? Fátt. Nema að núna heitir þetta ,,átak“. Við leyfum okkur því að láta Stellu okkar allra baxa við nútímann með nokkrum kynskiptiaðgerðum, tilfærslum og einhverjum endurbættum frösum. Stórbrotið og stórundarlegt persónugallerýið er enn til staðar. Vonandi skemmtið þið ykkur vel og takið utan um ykkar eigin Stellu í framtíðinni því að hún er nær okkur en við höldum og mæjónesan er sko alls ekki orðin gul þó Bára sé lögst í bleyti.
Pistill frá skólastýru: Það er svo gaman að leika!
Grunn- og Tónskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur hafa um árabil átt samstarf um uppsetningu leikverks og hafa sett sér það markmið að slíkt samstarf sé annað hvert ár. Fjölmörg metnaðarfull verkefni hafa verið sett upp í samstarfi grunnskólans og leikfélagsins og nú er það Stella í orlofi.
Uppsetning leiksýningar reynir á samvinnu, samskipti, sköpun, tungumál, tjáningu, gagnrýna hugsun og líkams- og raddbeitingu og hefur jákvæð áhrif á samkennd nemenda og skólabrag. Verkefnið kemur inn á öll hæfniviðmið fyrir leiklist sem er hluti af sviðslistum í aðalnámskrá grunnskóla. Að fá að vinna skapandi starf með fjölbreyttum hópi á öllum aldri er ómetanlegt tækifæri.
Allir eiga skilið að fá að njóta þeirrar sigurtilfinningar sem fylgir því að standa á sviði á frumsýningu, eftir að hafa stigið eða stokkið út fyrir rammann, sett sig í spor annarra, mætt á endalausar æfingar og unnið hörðum höndum við að setja upp heilt verk með öllum sem að koma, tæknifólki í ljósum og hljóði, leikmunasmiðum, sviðsmyndahönnuðum, fólki sem sér um búninga og förðun, tónlistarfólki, leikurum, leikstjóra og hinu fólkinu sem gerir hvað sem er til að allt gangi upp.
Það er svo gaman að leika!
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri Grunn- og tónskólans á Hólmavík
Persónur og leikendur
Stella | Ingibjörg B. Sigurðardóttir |
Georg | Einar Indriðason |
Eva | Krista Björt Huldudóttir |
Már | Hagalín Ágúst Jónsson |
Silja | Árný Helga B irkisdóttir |
Afgreiðsludama | Ásdís Jónsdóttir |
Bára | Svanhildur Jónsdóttir |
Baddi | Guðjón Hraunberg Björnsson |
Gítarspilari í afmæli | Barbara Ósk Guðbjartsdóttir |
Aðrir afmælisgestir | Þorsteinn Óli Viðarsson, Marinó Helgi Sigurðsson, Valdimar Kolka Eiríksson, Þórey Dögg Ragnarsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Unnur Erna Viðarsdóttir, Eva Karín Jónsdóttir, Guðný Lilja Pétursdóttir |
Unglingar með dólg | Valdimar Kolka Eiríksson, Unnur Erna Viðarsdóttir, Þórey Dögg Ragnarsdóttir, Marinó Helgi Sigurðsson, Guðný Lilja Pétursdóttir |
Sjúkraflutningamenn | Guðjón Hraunberg Björnsson, Þorsteinn Óli Viðarsson |
Lára fyrirlesari | María Maack |
Eygló | Jóhanna Rannveig Jánsdóttir |
Arna flugmaður | Barbara Ósk Guðbjartsdóttir |
Meðlimir á reykinganámskeiði | Valdimar Kolka Eiríksson, Þorsteinn Óli Viðarsson, Marinó Helgi Sigurðsson, Guðný Lilja Pétursdóttir, Eva Karín Jónsdóttir |
Íslendingur í flugvél | Þorsteinn Óli Viðarsson |
Salomon | Ágúst Þormar Jónsson |
Sara | Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir |
Hjúkrunarkona | Þórey Dögg Ragnarsdóttir |
Læknir | Þorsteinn Óli Viðarsson |
Trausti | Valdimar Kolka Eiríksson |
Sigríður | Unnur Erna Viðarsdóttir |
Gömul kona | Svanhildur Jónsdóttir |
Bóndi | María Maack |
Ágúst formaður Kidda | Guðjón Hraunberg Björnsson |
Meðlimir í Lionsklúbbnum Kidda | Þorsteinn Óli Viðarsson, Marinó Helgi Sigurðsson, Þórey Dögg Ragnarsdóttir, Eva Karín Jónsdóttir, Guðný Lilja Pétursdóttir |
Harmonikkuleikari | Ásdís Jónsdóttir |
Aðstoðarflugstjóri | Ásdís Jónsdóttir |
Tollvörður | Marinó Helgi Sigurðsson |
Aðrir flugmenn | Valdimar Kolka Eiríksson, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, Unnur Erna Viðarsdóttir |
Hljómsveitin
Gítar | Hagalín Ágúst Jónsson og Daníel Bergmann Einarsson |
Bassi | Marínó Helgi Sigurðsson |
Píanó | Unnur Erna Viðarsdóttir |
Trommur og slagverk | Valdimar Kolka Eiríksson, Elías Guðjónsson Krysiak og Þorsteinn Óli Viðarsson |
Þverflauta | Árný Helga Birkisdóttir |
Ukulele | Unnur Erna Viðarsdóttir |
Söngur | Árný Helga Birkisdóttir og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir |
Fólkið bak við tjöldin
Handrit: Gunnar Gunnsteinsson og leikhópurinn. Byggt á samnefndri kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur.
Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson
Sviðmynd: Valgeir Örn Kristjánsson, Grettir Örn Ásmundsson, Úlfar Örn Hjartarson, Ágúst Þormar Jónsson, Einar Indriðason, Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Inga Sigurðardóttir, Svanhildur Jónsdóttir
Leikmunir: Ásta Þórisdóttir og nemendur unglingadeildar Grunn- og tónskóla Hólmavíkur
Smink og hár: Ásdís Jónsdóttir og leikhópurinn
Búningar: Hulda Björk Þórisdóttir og leikhópurinn
Ljós og myndvinnsla: Sverrir Karlsson
Hljómsveitarstjóri: Bragi Þór Valsson
Tæknifólk á sýningum: Víðir Björnsson, Quentin Monnier, Vilhjálmur John Gray
Teikningar: Sunneva Guðrún Þórðardóttir
Leikskrá: Bára Örk Melsted, Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir
Verkefnastýra: Barbara Ósk Guðbjartsdóttir
Þakkir: Kvikmyndafélagið Umbi, Guðný Halldórsdóttir, Sóknaráætlun Vestfjarða, Henson, Icelandair, Isavia, Þjóðleikhúsið, Sonic, Strandabyggð, María Loftsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Valur Þórðarson, vinir og fjölskylda!
Sýningar (2)
Frumsýning 6. mars kl. 20:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
2. sýning 7. mars kl. 20:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
Sex sýningar höfðu verið auglýstar og tvær af þeim voru að baki, þegar sýningum var hætt vegna Covid-19. Ekki tókst að setja verkið upp aftur.
Miðaverð var 3.500.- Ókeypis aðgangur fyrir fólk sem ekki hafði íslensku að móðurmáli.