December 28, 2024

Ævintýraferð að miðju jarðar ¤ 2024

Leikfélagið var samstarfsaðili grunnskólanna á Drangsnesi og Hólmavík við uppsetningu á sýningunni Ævintýraferð að miðju jarðar veturinn 2024. Þarna var um að ræða gríðarstórt leiklistarverkefni þar sem leikrit var sett upp á Drangsnesi með þátttöku skólans þar og miðstigs skólans á Hólmavík. Tvær sýningar voru á verkinu sem byggir á ævintýri Jules Vernes (Leyndardómar Snæfellsjökuls) og var hér á ferðinni ný leikgerð eftir Kolbrúnu Ernu Pétursdóttir sem einnig leikstýrði verkinu.

Sýnt var í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Sýningar:

11. apríl – samkomuhúsinu Baldri, Drangsnesi
12. apríl – samkomuhúsinu Baldri, Drangsnesi